Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að Wilfried Zaha verði að sýna meira í sóknarleik liðsins.
Zaha skoraði af vítapunktinum í 1-1 jafntefli gegn Brighton í gær en Hodgson var ekki hrifinn af frammistöðu hans.
Zaha skoraði af vítapunktinum í 1-1 jafntefli gegn Brighton í gær en Hodgson var ekki hrifinn af frammistöðu hans.
„Leikmaður með hans hæfileika þarf að gera meira. Við höfum mikla trú á hæfileikum hans og með heppni á hann að geta gert meira," sagði Hodgson.
„Það sem ég mun segja við hann út tímabilið er að leikmaður með þessa hæfileika eigi að gera meira og það er ekki nóg að skora aðeins fleiri mörk en á síðasta tímabili."
„Ég vil að hann skapi meiri usla í vörnum andstæðinganna og hann gerði það ekki í dag (í gær)."
Athugasemdir