Aron Einar Gunnarsson var hundfúll eftir leikinn, ekki síst vegna eigin frammistöðu.
„Við erum svekktir en þetta fer bara í reynslubankann. Við verðum bara að halda áfram. Það voru margir leikmenn að spila undir pari, sérstaklega ég sjálfur. Þetta var ekki nógu gott. Ég var með of margar feilsendingar og tapaði boltanum á hættulegum svæðum," sagði Aron.
„Við erum vanir pressu og ekki hægt að setja þetta tap á það. Við þurftum að einbeita okkur betur. Við verðum bara að halda áfram og fókusa á næstu keppni."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























