Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 20. janúar 2020 21:21
Brynjar Ingi Erluson
Mbwana Ally Samatta til Aston Villa (Staðfest)
Mbwana Ally Samatta við undirskrift í kvöld
Mbwana Ally Samatta við undirskrift í kvöld
Mynd: Heimasíða Aston Villa
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur gengið frá kaupunum á Mbwana Ally Samatta en hann kemur frá Genk á 10 milljónir punda.

Samatta er 27 ára gamall framherji en hann hefur leikið með Genk í Belgíu síðustu þrjú árin.

Hann skoraði 75 mörk í 191 leik fyrir félagið en er nú mættur í ensku úrvalsdeildina.

Aston Villa gekk í kvöld frá kaupunum á Samatta og borgar 10 milljónir punda fyrir hann en hann á þó enn eftir að fá atvinnuleyfi.

Samatta gerði fjögurra og hálfs árs samning við Aston Villa en félagið vonast til þess að hann verði klár fyrir leikinn gegn Bournemouth þann 1. febrúar.

Hann er frá Tansaníu en hann á möguleika á því að verða fyrsti knattspyrnumaðurinn frá Tansaníu til að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner