Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. janúar 2022 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski bikarinn: Real Madrid áfram en Barcelona úr leik
Hazard fagnar sigurmarki sínu.
Hazard fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: EPA
Muniain reyndist Barcelona erfiður.
Muniain reyndist Barcelona erfiður.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard var hetja Real Madrid þegar liðið fór áfram í spænsku bikarkeppninni. Erkifjendur Madrídinga í Barcelona eru hins vegar úr leik.

Það voru tveir leikir í spænska bikarnum í dag og fóru þeir báðir í framlengingu.. Hjá Elche og Real Madrid var staðan markalaus þegar flautað var til leiksloka. Því þurfti að framlengja.

Elche tók forystuna í framlengingunni þegar Gonzalo Cacicedu Verdu skoraði, en rétt áður en markið kom hafði Real Madrid misst bakvörðinn Marcelo af velli með rautt spjald.

Útlitið var ekki gott fyrir topplið spænsku úrvalsdeildarinnar þegar flautað var til hálfleiks, en þeir gáfust ekki upp og sýndu rosalegan karakter. Isco jafnaði eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og þegar fimm mínútur voru eftir skoraði Eden Hazard stórgott einstaklingsmark.

Hazard hefur átt gífurlega erfitt uppdráttar í spænsku höfuðborginni, en í dag var hann hetjan.

Eftir að leik Elche og Real Madrid lauk, þá hófst leikur Athletic Bilbao og Barcelona í Baskalandi.

Ekki byrjaði sá leikur fyrir Barcelona því Iker Muniain skoraði eftir aðeins tveggja mínútna leik. Barcelona brást ágætlega við því og jafnaði Ferran Torres, sem kom nýverið frá Manchester City, metin á 20. mínútu. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Barcelona.

Það stefndi í framlengingu, en á 86. mínútu skoraði miðvörðurinn Inigo Martinez. Það héldu flestir að það væri sigurmarkið, en annað kom á daginn - leikurinn fór í framlengingu eftir allt saman. Pedri jafnaði metin á 93. mínútu eftir góðan undirbúning frá reynsluboltanum Dani Alves.

Undir lok fyrri hálfleiks í framlengingunni fékk Bilbao vítaspyrnu. Muniain steig á punktinn og skoraði úr henni. Það reyndist sigurmarkið í leiknum, lokatölur 3-2 - Barcelona úr leik. Bilbao fer áfram í næstu umferð eftir þessa miklu dramatík.

Athletic 3 - 2 Barcelona
1-0 Iker Muniain ('2 )
1-1 Ferran Torres ('20 )
2-1 Inigo Martinez ('86 )
2-2 Pedri ('90 )
3-2 Iker Muniain ('105 , víti)

Elche 1 - 2 Real Madrid
1-0 Gonzalo Cacicedu Verdu ('103 )
1-1 Alarcon Isco ('108 )
1-2 Eden Hazard ('115 )
Rautt spjald: Marcelo, Real Madrid ('102), Pere Milla, Elche ('120)
Athugasemdir
banner
banner
banner