Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   lau 20. janúar 2024 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ég var alltaf með augað á þessu tímabili
Ég var alltaf með augað á þessu tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom við sögu í þremur leikjum undir lok síðasta tímabils.
Kom við sögu í þremur leikjum undir lok síðasta tímabils.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR-ingarnir Jói Bjarna og Birgir Steinn með U19 árið 2022.
KR-ingarnir Jói Bjarna og Birgir Steinn með U19 árið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Undirbúningstímabilið hjá okkur er að leggjast mjög vel í mig, við erum að æfa mjög vel, Gaui er að láta okkur andskoti mikið og við erum að byrja vel. Við erum búnir að spila tvo leiki í Reykjavíkurmótinu og það gengur vel. Við erum bara brattir," sagði KR-ingurinn Birgir Steinn Styrmisson.

Birgir er nítján ára og hefur byrjað báða leikina í Reykjavíkurmótinu. Hann var hluti af liði KR sem lagði Val í vikunni.

„Mér fannt það mjög fínn leikur, vorum vel spilandi og hlupum rosalega mikið."

Birgir er með glóðarauga eftir atvik sem kom upp í leik í Reykjavíkurmótinu. „Í leiknum á móti Fram var ég að takast á við Gumma Magg, einn ollari, það er bara fínt. Barátta er hluti af þessu."

Var ekki lengur inn í myndinni hjá Spezia
Birgir er uppalinn í KR, hélt til Ítalíu árið 2021 en sneri aftur í sumarglugganum í fyrra.

„Ég fer út 2021 og það gekk vel, var kominn vel inn í hlutina. Svo meiðist ég frekar illa í lok ársins 2022. Ég fékk 'sports hernia' (íþróttakviðslit) sem er mjög leiðinlegt og tekur langan tíma. Ég var lengi að ná mér af því. Ég kem heim í frí, á meðan fellur Spezia úr efstu deild. Ég var byrjaður að æfa með aðalliðinu. Það kom inn nýr þjálfari og að hluta til ný stjórn. Þá var ég ekki lengur inni í myndinni. Þá skoðaði ég hvað ég væri í boði og ákvörðun tekin um að koma heim í KR."

„Það voru alveg fleiri möguleikar en ég er KR-ingur og var alltaf á leiðinni í KR."


Lék á miðjunni í yngri flokkum
Hefurðu alltaf verið varnarmaður?

„Já og nei. Ég í rauninni spilaði alltaf á miðjunni upp yngri flokkana hjá KR. En ég var samt alltaf með það á bakvið eyrað að verða hafsent. Ég á alla mína unglingalandsleiki þannig ég sá alltaf fyrir mér að koma niður í hafsent þegar lengra kæmi."

Hjálpar það að hafa verið á miðjunni í yngri flokkum?

„Algjörlega. Þar ertu með minni tíma, þarft að hugsa hraðar og ert meira með boltann. Núna þegar ég er kominn í hafsentinn held ég að það að hafa spilað á miðjunni hafi hjálpað mér fullt."

Birgir á að baki átján leiki fyrir yngri landsliðin en missti af tveimur síðustu U19 verkefnunum vegna meiðslanna sem hann nefndi.

Var alltaf með augað á þessu tímabili
Hvernig var að koma inn í KR-liðið í ágúst?

„Skrítið fyrir mig. Ég var ekki tilbúinn að fara spila eitthvað. Það tók mig smá tíma að koma mér í leikform og komast inn í hlutina með Rúnari og strákunum. Svo gekk það og ég spilaði tvo leiki sem var skemmtilegt. Ég var alltaf með augað á þessu tímabili (2024)"

KR getur farið alla leið
Hvaða væntingar gerir þú til sumarsins?

„Ég ætla mér að vera í þessu liði og spila vel. Liðið ætlar að gera góða hluti, við erum með góðan hóp, erum með spennandi og skemmtilegt þjálfarateymi og við ætlum okkur góða og mikla hluti í sumar."

Hvað heldurðu að KR geti farið langt?

„Alla leið. Við ætlum okkur stóra hluti í sumar. Við erum búnir að spila vel á undirbúningstímabilinu og við ætlum hærra."

Samkeppni er hluti af boltanum
Það er líf á markaðnum. Þú verður ekkert stressaður ef KR tekur inn annan hafsent?

„Það er bara skemmtilegt og hluti af þessu. Við erum komnir með einhverja 6-7 miðjumenn sem eru að fara keppa við hvern annan, en við erum bara þrír hafsentar. Ég á von á því að fá einhverja samkeppni. Það er bara hluti af þessu," sagði Birgir Steinn.

Í viðtalinu, sem má sjá í heild í spilaranum efst, ræddi hann meira um dvölina á Ítalíu og U19 landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner