Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eftirsóttur eftir að hafa yfirgefið Man Utd síðasta sumar
Pereira í leik með Fulham gegn Chelsea.
Pereira í leik með Fulham gegn Chelsea.
Mynd: EPA
Chelsea íhugar að fá Andreas Pereira frá Fulham ef Mason Mount yfirgefur félagið.

Samningur Mount rennur út sumarið 2024 en viðræður hafa ekki gengið sérstaklega vel. Hann hefur verið orðaður við Liverpool upp á síðkastið.

Lundúnafélagið er byrjað að undirbúa sig fyrir mögulega brottför Mount.

Að sögn ESPN er Pereira á óskalista Chelsea en hann hefur átt gott tímabil með Fulham sem hefur komið mjög svo á óvart í ensku úrvalsdeildinni.

Pereira, sem er 27 ára gamall, gekk í raðir Fulham frá Manchester United síðasta sumar fyrir um 10 milljónir punda. Það er ekki bara Chelsea sem er á eftir honum því hann er einnig orðaður við Atletico Madrid og Paris Saint-Germain.

Talið er að Fulham muni biðja um 25-35 milljónir punda fyrir Pereira í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner