Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 20. maí 2022 22:43
Daníel Smári Magnússon
Alfreð Elías: Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir
,,Þetta gerir þennan fótbolta svona skemmtilegan”
Lengjudeildin
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik fannst mér. Í seinn hálfleik þá lá dálítið á okkur en þeir voru ekki að skapa neitt, fyrir utan þetta færi sem að þeir fengu í restina. Menn komnir aðeins útúr stöðu en þetta er bara partur af þessu og við ætlum að virða stigið. Gott stig á erfiðum útivelli, þó að maður sé hundfúll núna,'' sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Jöfnunarmark Þórs kom á 94. mínútu og var klaufalegt af hálfu Grindvíkinga. Alfreð vildi meina að brotið hefði verið á vinstri bakverði liðsins, Örvari Loga Örvarssyni, þegar að Þórsarar unnu boltann en ekkert var dæmt.

„Ef mig minnir rétt í þessum æsingi að þá fer bakvörðurinn okkar upp og að mínu mati er brotið á honum þar. Þeir komast í hratt áhlaup á okkur og það eru tveir sem fara upp í sama skallaboltann. Úr því kemur þetta klafs og hann (Woo) klárar þetta bara vel. Þetta gerir þennan fótbolta svo skemmtilegan að það geti komið svona óvænt en því miður lenti þetta ekki með okkur,'' sagði Alfreð. 

Það hitnaði verulega í kolunum í kjölfar jöfnunarmarksins. Thiago Dylan Ceijas missti stjórn á skapi sínu og fór í ansi glæfralega tæklingu og uppskar réttilega rautt spjald. Þá fékk Alfreð einnig reisupassann, en hvað skeði á bekknum hjá Grindvíkingum?

„Það er nú bara þannig að menn missa hausinn á bekknum og dómararnir sjá ekki hver missir hausinn þannig að samkvæmt þessum nýju reglum að þá fær þjálfarinn rautt spjald fyrir það og ég bara tek það. Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir!''


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner