Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 20. maí 2022 22:43
Daníel Smári Magnússon
Alfreð Elías: Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir
,,Þetta gerir þennan fótbolta svona skemmtilegan”
Lengjudeildin
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik fannst mér. Í seinn hálfleik þá lá dálítið á okkur en þeir voru ekki að skapa neitt, fyrir utan þetta færi sem að þeir fengu í restina. Menn komnir aðeins útúr stöðu en þetta er bara partur af þessu og við ætlum að virða stigið. Gott stig á erfiðum útivelli, þó að maður sé hundfúll núna,'' sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Jöfnunarmark Þórs kom á 94. mínútu og var klaufalegt af hálfu Grindvíkinga. Alfreð vildi meina að brotið hefði verið á vinstri bakverði liðsins, Örvari Loga Örvarssyni, þegar að Þórsarar unnu boltann en ekkert var dæmt.

„Ef mig minnir rétt í þessum æsingi að þá fer bakvörðurinn okkar upp og að mínu mati er brotið á honum þar. Þeir komast í hratt áhlaup á okkur og það eru tveir sem fara upp í sama skallaboltann. Úr því kemur þetta klafs og hann (Woo) klárar þetta bara vel. Þetta gerir þennan fótbolta svo skemmtilegan að það geti komið svona óvænt en því miður lenti þetta ekki með okkur,'' sagði Alfreð. 

Það hitnaði verulega í kolunum í kjölfar jöfnunarmarksins. Thiago Dylan Ceijas missti stjórn á skapi sínu og fór í ansi glæfralega tæklingu og uppskar réttilega rautt spjald. Þá fékk Alfreð einnig reisupassann, en hvað skeði á bekknum hjá Grindvíkingum?

„Það er nú bara þannig að menn missa hausinn á bekknum og dómararnir sjá ekki hver missir hausinn þannig að samkvæmt þessum nýju reglum að þá fær þjálfarinn rautt spjald fyrir það og ég bara tek það. Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir!''


Athugasemdir
banner
banner