Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 20. maí 2022 22:43
Daníel Smári Magnússon
Alfreð Elías: Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir
,,Þetta gerir þennan fótbolta svona skemmtilegan”
Lengjudeildin
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik fannst mér. Í seinn hálfleik þá lá dálítið á okkur en þeir voru ekki að skapa neitt, fyrir utan þetta færi sem að þeir fengu í restina. Menn komnir aðeins útúr stöðu en þetta er bara partur af þessu og við ætlum að virða stigið. Gott stig á erfiðum útivelli, þó að maður sé hundfúll núna,'' sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Jöfnunarmark Þórs kom á 94. mínútu og var klaufalegt af hálfu Grindvíkinga. Alfreð vildi meina að brotið hefði verið á vinstri bakverði liðsins, Örvari Loga Örvarssyni, þegar að Þórsarar unnu boltann en ekkert var dæmt.

„Ef mig minnir rétt í þessum æsingi að þá fer bakvörðurinn okkar upp og að mínu mati er brotið á honum þar. Þeir komast í hratt áhlaup á okkur og það eru tveir sem fara upp í sama skallaboltann. Úr því kemur þetta klafs og hann (Woo) klárar þetta bara vel. Þetta gerir þennan fótbolta svo skemmtilegan að það geti komið svona óvænt en því miður lenti þetta ekki með okkur,'' sagði Alfreð. 

Það hitnaði verulega í kolunum í kjölfar jöfnunarmarksins. Thiago Dylan Ceijas missti stjórn á skapi sínu og fór í ansi glæfralega tæklingu og uppskar réttilega rautt spjald. Þá fékk Alfreð einnig reisupassann, en hvað skeði á bekknum hjá Grindvíkingum?

„Það er nú bara þannig að menn missa hausinn á bekknum og dómararnir sjá ekki hver missir hausinn þannig að samkvæmt þessum nýju reglum að þá fær þjálfarinn rautt spjald fyrir það og ég bara tek það. Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir!''


Athugasemdir
banner
banner