Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 20. maí 2022 22:43
Daníel Smári Magnússon
Alfreð Elías: Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir
,,Þetta gerir þennan fótbolta svona skemmtilegan”
Lengjudeildin
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik fannst mér. Í seinn hálfleik þá lá dálítið á okkur en þeir voru ekki að skapa neitt, fyrir utan þetta færi sem að þeir fengu í restina. Menn komnir aðeins útúr stöðu en þetta er bara partur af þessu og við ætlum að virða stigið. Gott stig á erfiðum útivelli, þó að maður sé hundfúll núna,'' sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Jöfnunarmark Þórs kom á 94. mínútu og var klaufalegt af hálfu Grindvíkinga. Alfreð vildi meina að brotið hefði verið á vinstri bakverði liðsins, Örvari Loga Örvarssyni, þegar að Þórsarar unnu boltann en ekkert var dæmt.

„Ef mig minnir rétt í þessum æsingi að þá fer bakvörðurinn okkar upp og að mínu mati er brotið á honum þar. Þeir komast í hratt áhlaup á okkur og það eru tveir sem fara upp í sama skallaboltann. Úr því kemur þetta klafs og hann (Woo) klárar þetta bara vel. Þetta gerir þennan fótbolta svo skemmtilegan að það geti komið svona óvænt en því miður lenti þetta ekki með okkur,'' sagði Alfreð. 

Það hitnaði verulega í kolunum í kjölfar jöfnunarmarksins. Thiago Dylan Ceijas missti stjórn á skapi sínu og fór í ansi glæfralega tæklingu og uppskar réttilega rautt spjald. Þá fékk Alfreð einnig reisupassann, en hvað skeði á bekknum hjá Grindvíkingum?

„Það er nú bara þannig að menn missa hausinn á bekknum og dómararnir sjá ekki hver missir hausinn þannig að samkvæmt þessum nýju reglum að þá fær þjálfarinn rautt spjald fyrir það og ég bara tek það. Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir!''


Athugasemdir
banner
banner