Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 20. júní 2024 22:31
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er vonsvikinn með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik vorum við betri. Við byrjum leikinn vel og svo meiðist Agla María og það tók okkur tíma og komast inni í leikinn eftir það og þá lendum við undir en í seinni hálfleik vorum við mjög góðar. Þær skora svo í skyndisókn þegar við vorum opnar til baka. Við getum tekið það með okkur að við vorum mjög góðar í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Víkingi í Bestu deild kvenna. Tapið var fyrsta tap Blika í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir, kantmaður Breiðabliks, fór meidd út af snemma leiks og leit það ekki alltof vel út.

„Ég er ekki viss um stöðuna á henni. Þetta voru hnémeiðsli og hún liggur ekki eftir nema að það sé eitthvað alvarlegt að plaga hana. Við þurfum bara að bíða og sjá hvernig það fer. Meiðsli hennar höfðu áhrif á leikinn. Við þurftum að hrista upp í þessu og við vorum lengi að komast í gang í kjölfarið."

Víkingar voru tilbúnar í mikinn baráttuleik og spiluðu mjög hart gegn Blikunum sem áttu erfitt með að ráða við heimakonur í dag.

„Ég er sammála að þær voru ofan á í baráttunni. Þær voru orkumiklar og barátttuglaðar og það þarf að gefa þeim kredit fyrir hvernig þær gerðu þessa hluti í dag.

Ljóst er nú að Blikarnir eru ekki ósigrandi, fram að þessu hafði gjörsamlega allt gengið upp hjá liðinu og sigrarnir hrannast inn.

„Þetta var óhjákvæmilegt, það hefði verið gaman að vera ósigraðar eins lengi og mögulegt er. Þetta er bara einn af þessum hlutum og svona er fótboltinn."
Athugasemdir
banner
banner