Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 20. júní 2024 22:31
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er vonsvikinn með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik vorum við betri. Við byrjum leikinn vel og svo meiðist Agla María og það tók okkur tíma og komast inni í leikinn eftir það og þá lendum við undir en í seinni hálfleik vorum við mjög góðar. Þær skora svo í skyndisókn þegar við vorum opnar til baka. Við getum tekið það með okkur að við vorum mjög góðar í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Víkingi í Bestu deild kvenna. Tapið var fyrsta tap Blika í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir, kantmaður Breiðabliks, fór meidd út af snemma leiks og leit það ekki alltof vel út.

„Ég er ekki viss um stöðuna á henni. Þetta voru hnémeiðsli og hún liggur ekki eftir nema að það sé eitthvað alvarlegt að plaga hana. Við þurfum bara að bíða og sjá hvernig það fer. Meiðsli hennar höfðu áhrif á leikinn. Við þurftum að hrista upp í þessu og við vorum lengi að komast í gang í kjölfarið."

Víkingar voru tilbúnar í mikinn baráttuleik og spiluðu mjög hart gegn Blikunum sem áttu erfitt með að ráða við heimakonur í dag.

„Ég er sammála að þær voru ofan á í baráttunni. Þær voru orkumiklar og barátttuglaðar og það þarf að gefa þeim kredit fyrir hvernig þær gerðu þessa hluti í dag.

Ljóst er nú að Blikarnir eru ekki ósigrandi, fram að þessu hafði gjörsamlega allt gengið upp hjá liðinu og sigrarnir hrannast inn.

„Þetta var óhjákvæmilegt, það hefði verið gaman að vera ósigraðar eins lengi og mögulegt er. Þetta er bara einn af þessum hlutum og svona er fótboltinn."
Athugasemdir
banner