Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 20. júní 2024 22:31
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er vonsvikinn með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik vorum við betri. Við byrjum leikinn vel og svo meiðist Agla María og það tók okkur tíma og komast inni í leikinn eftir það og þá lendum við undir en í seinni hálfleik vorum við mjög góðar. Þær skora svo í skyndisókn þegar við vorum opnar til baka. Við getum tekið það með okkur að við vorum mjög góðar í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Víkingi í Bestu deild kvenna. Tapið var fyrsta tap Blika í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir, kantmaður Breiðabliks, fór meidd út af snemma leiks og leit það ekki alltof vel út.

„Ég er ekki viss um stöðuna á henni. Þetta voru hnémeiðsli og hún liggur ekki eftir nema að það sé eitthvað alvarlegt að plaga hana. Við þurfum bara að bíða og sjá hvernig það fer. Meiðsli hennar höfðu áhrif á leikinn. Við þurftum að hrista upp í þessu og við vorum lengi að komast í gang í kjölfarið."

Víkingar voru tilbúnar í mikinn baráttuleik og spiluðu mjög hart gegn Blikunum sem áttu erfitt með að ráða við heimakonur í dag.

„Ég er sammála að þær voru ofan á í baráttunni. Þær voru orkumiklar og barátttuglaðar og það þarf að gefa þeim kredit fyrir hvernig þær gerðu þessa hluti í dag.

Ljóst er nú að Blikarnir eru ekki ósigrandi, fram að þessu hafði gjörsamlega allt gengið upp hjá liðinu og sigrarnir hrannast inn.

„Þetta var óhjákvæmilegt, það hefði verið gaman að vera ósigraðar eins lengi og mögulegt er. Þetta er bara einn af þessum hlutum og svona er fótboltinn."
Athugasemdir
banner