Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjö leikir í röð án sigurs hjá Nökkva - Dagur spilaði fyrri hálfleikinn
Mynd: St. Louis City

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum þegar St. Louis City tapaði gegn Colorado Rapids í MLS deildinni í nótt.


Leiknum lauk með 3-0 sigri Colorado en Eduard Lowen leikmaður St. Louis klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik til að jafna metin í 1-1. Nökkvi spilaði rúmlega 20 mínútur.

Þetta var sjöundi leikurinn í röð sem St. Louis mistekst að vinna en liðið er í 12. sæti Vesturdeildar með 18 stig eftir 18 leiki.

Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City sem gerði jafntefli gegn Charlotte. Hann kom hins vegar ekkert við sögu í seinni hálfleik.

Charlotte var marki yfir í hálfleik og misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks. Orlando tókst að jafna í 1-1 en að lokum fór leikurinn 2-2. Orlando er í 14. sæti Austurdeildar, einnig með 18 stig eftir 18 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner