Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   lau 20. júlí 2013 15:11
Elvar Geir Magnússon
EM kvenna - Lagerback: Ég styð Ísland
Kvenaboltinn
Lars Lagerback ræðir við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins áðan.
Lars Lagerback ræðir við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins áðan.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Lars Lagerback, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. hefur verið í Svíþjóð að gefa stelpunum ráð á Evrópumótinu, en segist bara vera hér sem stuðningsmaður íslenska liðsins.

,,Nei í raun ekki. Undir eðlilegum kringumstæðum þá myndi ég styðja sænska liðið, en núna vinn ég fyrir KSÍ og styð íslenska liðið. Það er ekkert vandamál fyrir mig, eins og karlalandsliðið þá er góður andi hér og þetta er gott lið og vonandi gengur þeim vel á morgun," sagði Lars.

,,Ég og Siggi Raggi höfum talað mikið saman og höfum unnið lengi saman. Þegar við sátum saman í maí eða júní þá bað hann mig um að koma og styðja þær og það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað, til þess að styðja þær."

,,Það eina sem ég hef gert þegar ég hef fylgst með þessum leikjum er að við setjumst niður og tölum um fótbolta og leikina. Ef ég segi eitthvað og þau trúa á það, þá geta þau notað það, en Siggi og þjálfaraliðið er á bakvið árangurinn."

,,Ég veit það ekki alveg. Ég hef ekki fylgst mikið með sænska liðinu, en auðvitað er sænska liðið talið líklegra til sigurs ef við horfum á úrslitin,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner