Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. júlí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vlasic neitar því að hann sé á leið til Milan
Nikola Vlasic
Nikola Vlasic
Mynd: Getty Images
Króatíski sóknartengiliðurinn Nikola Vlasic neitar því að hann sé á leið til ítalska félagsins AC Milan.

Þessi 23 ára gamli leikmaður er á mála hjá rússneska félaginu CSKA Moskvu en hann hefur verið besti leikmaður liðsins frá því hann kom frá Everton árið 2018.

CSKA og Milan hafa verið í viðræðum um Vlasic síðustu vikur en fjölmiðlar á Ítalíu og Rússlandi hafa greint frá því að hann fari til Milan á láni út tímabilið og Milan kaupi hann svo fyrir 25 milljónir evra eftir leiktíðina.

Rússneska félagið ætlar þó ekki að gefa sig og vill það meiri pening fyrir leikmanninn. CSKA vill 30 milljónir evra og hluta upphæðarinnar fyrirfram.

Vlasic var á bekknum hjá CSKA í vináttuleik í gær en var spurður út í framtíðina eftir leikinn. Hann neitaði að sjá sig og sagðist ekki vera á leið til Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner