Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja það
Túfa: Alltaf hörkuleikir
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
banner
   fim 20. júlí 2023 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron ekki með í kvöld en getur mætt KR - „Hef fulla trú á þeim"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlega gaman," segir Aron Elís Þrándarson um að vera kominn aftur í Víkingsbúninginn. Hann er búinn að vera æfa á fullu með liðinu og er orðinn löglegur fyrir næsta deildarleik gegn KR á sunnudaginn.

Miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið sitt undir lok síðasta mánaðar. Hann hefur lengi verið í atvinnumennsku í Noregi og í Danmörku.

Það hefur margt breyst frá því Aron lék síðast með Víkingum og liðið er núna eitt það besta á Íslandi. „Það er búið að bæta mikið hérna og það er mikið 'professional' í þessu félagi. Þetta er besta félagið á Íslandi, finnst mér. Það er drullugaman að vera kominn heim."

„Allir í kringum félagið eiga mikið hrós - stjórn, leikmenn, stuðningsmenn og þjálfarar. Það er búið að bæta allt og það gerist ekki af sjálfu sér."

Aron verður ekki með þegar Víkingur spilar gegn Riga í Sambandsdeildinni í kvöld þar sem hann fékk ekki leikheimild fyrir þann leik, en hann verður með gegn KR á sunnudaginn.

„Auðvitað vill maður spila, en ég hef fulla trú á því að strákarnir snúi þessu við," segir Aron en Víkingar eru 2-0 undir eftir fyrri leikinn. „Það verður örugglega stressandi að vera upp í stúku, það er eiginlega alltaf verra þar sem maður getur ekki gert neitt. En ég hef fulla trú á strákunum eftir að hafa verið með þeim á æfingum. Það eru bullandi gæði í okkar liði og ég hef fulla trú á þeim."

Hægt er að sjá allt viðtalið við Aron í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Aron: Tékkaði ekki einu sinni á því hvort að annað félag hefði haft samband
Athugasemdir
banner