Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fim 20. júlí 2023 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron ekki með í kvöld en getur mætt KR - „Hef fulla trú á þeim"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlega gaman," segir Aron Elís Þrándarson um að vera kominn aftur í Víkingsbúninginn. Hann er búinn að vera æfa á fullu með liðinu og er orðinn löglegur fyrir næsta deildarleik gegn KR á sunnudaginn.

Miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið sitt undir lok síðasta mánaðar. Hann hefur lengi verið í atvinnumennsku í Noregi og í Danmörku.

Það hefur margt breyst frá því Aron lék síðast með Víkingum og liðið er núna eitt það besta á Íslandi. „Það er búið að bæta mikið hérna og það er mikið 'professional' í þessu félagi. Þetta er besta félagið á Íslandi, finnst mér. Það er drullugaman að vera kominn heim."

„Allir í kringum félagið eiga mikið hrós - stjórn, leikmenn, stuðningsmenn og þjálfarar. Það er búið að bæta allt og það gerist ekki af sjálfu sér."

Aron verður ekki með þegar Víkingur spilar gegn Riga í Sambandsdeildinni í kvöld þar sem hann fékk ekki leikheimild fyrir þann leik, en hann verður með gegn KR á sunnudaginn.

„Auðvitað vill maður spila, en ég hef fulla trú á því að strákarnir snúi þessu við," segir Aron en Víkingar eru 2-0 undir eftir fyrri leikinn. „Það verður örugglega stressandi að vera upp í stúku, það er eiginlega alltaf verra þar sem maður getur ekki gert neitt. En ég hef fulla trú á strákunum eftir að hafa verið með þeim á æfingum. Það eru bullandi gæði í okkar liði og ég hef fulla trú á þeim."

Hægt er að sjá allt viðtalið við Aron í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Aron: Tékkaði ekki einu sinni á því hvort að annað félag hefði haft samband
Athugasemdir
banner
banner
banner