Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 20. júlí 2024 19:40
Daníel Smári Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Arnar talaði um að Víkingar væru í smá lægð.
Arnar talaði um að Víkingar væru í smá lægð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ef ég á að gera hann upp svona stuttu eftir leik, þá fannst mér ótrúlegt að við höfum ekki skorað í fyrri hálfleik. En hættan er alltaf sú að þegar þú gerir ekki mark, þá gæti það bitið þig í rassgatið þegar líður á leikinn - og svo sannarlega gerði það,'' sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., eftir 1-0 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

Víkingar réðu ferðinni í fyrri hálfleik, en það kom smá rið á leik þeirra í seinni hálfleik. Leikmenn virtust þreyttir og mögulega örlítið pirraðir yfir því að vera ekki búnir að koma inn marki.

„Við erum bara í smá lægð þessa dagana. Þetta er "tricky" að vera á öllum þremur vígstöðvum og ég tala nú ekki um þegar þú ert farinn að vorkenna sjálfum þér svolítið mikið ef að þú nýtir færin illa. Ég skynjaði líka smá örvæntingu í líkamstjáningu okkar manna þegar að færin fóru forgörðum, þá fóru menn að vorkenna sjálfum sér of mikið. Og gleymdu líka að verjast, af því að það er það sem þarf að gera til að vinna þessa blessuðu titla.''

Eftir Evrópuvonbrigðin úti í Dublin getur verið vandasamt að undirbúa lið svona skömmu eftir skell. Hvernig fannst Arnari sínir menn virka í aðdraganda leiks?

„Já, góð spurning. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara góð svör frá okkar mönnum. Það var gott flæði og mér fannst eins og við gætum opnað þá að vild. En akkúrat á þeim punkti þá ertu kannski líka viðkvæmur eftir tapleikinn og hvernig hann tapaðist úti í Írlandi, þá viltu svo fá markið til að fá þennan létti í kroppinn á þér til að geta haldið áfram og þegar markið kemur ekki að þá kannski kemur smá örvænting í leik okkar.''

Hann hélt áfram:

„Af því að maður hefur nú spilað þennan leik oft áður, maður veit alveg hvað þessir leikmenn eru að ganga í gegnum. En það sem varð okkur að falli var einfaldlega, ólíkt okkur, bara mjög "sloppy" í varnarleik. Ég held að markið hjá KA hafi bara byrjað við þeirra eigin vítateig og ég held ég hafi talið 5 sekúndur og þá lá boltinn í netinu okkar. Það var eiginlega of "soft" frá okkar hálfu,'' sagði Arnar.

Nú er verkefni Arnars að rífa menn upp eftir vonbrigði síðustu tveggja leikja. Þeir sitja enn á toppi deildarinnar, í bikarúrslitum og í Sambandsdeild Evrópu. Ekki afleit staða.

„Já, þetta er margbreytilegt starf og ég hef verið mjög "consistent" í mínum skilaboðum síðustu 3-4 ár að veldi geta dottið niður einn, tveir og sex. Ef þú sofnar á verðinum, 2-3 leikjum seinna er bara allt farið. Þú getur verið úr í bikar, úr í Evrópu og tapar svo tveimur leikjum í deild og allt í einu búnir að missa toppsætið. Það er það sem gerir íþróttina okkar svo skemmtilega að þú þarft alltaf að vera á tánum og "trickið" núna þegar þú ferð í gegnum svona öldudal er að reyna að tapa sem fæstum leikjum og reyna að vinna þig aftur inn í mótið með karakter og dugnaði. Það er bara verkefnið sem við þurfum að takast á við í dag,'' sagði Arnar Gunnlaugsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner