Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Óli Kristjáns: Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   lau 20. júlí 2024 19:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara æðislegur dagur og góður sigur. Mér fannst sérstaklega seinni hálfleikurinn flottur hjá okkur, fannst við ströggla aðeins í fyrri hálfleik. Víkingur var með leikinn úti á vellinum, við vorum aðeins of passífir á þá án þess að þeir sköpuðu sér einhver færi og síðan erum við betri á boltann og aggressífari í seinni hálfleik. Við sköpum nokkur dauðafæri og vinnum svo á endanum sætan sigur,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

Eins og kom fram fyrir leik að þá vantaði alla miðju KA, en Daníel Hafsteinsson, Bjarni Aðalsteinsson og Rodri tóku allir út leikbann í dag. Hallgrímur stillti upp í 3-5-2 kerfi þar sem að bakvörðurinn Birgir Baldvinsson, í sínum síðasta leik í sumar, færði sig í miðvörð og Hallgrímur Mar, Harley Willard, Andri Fannar mynduðu miðju KA. Kári Gautason og Jakob Snær Árnason spiluðu sem vængbakverðir.

„Já við förum í þriggja hafsenta kerfi og breytum aðeins. Við náttúrulega misstum alla miðjuna frá því í síðasta leik og vildum vera aggressífir á kantana þeirra með okkar vængbakverði. Það gekk betur í seinni hálfleik, þegar við vorum aðeins búnir að prófa þetta,'' sagði Hallgrímur glottandi.

Birgir Baldvinsson og markaskorarinn Sveinn Margeir Hauksson halda nú til Bandaríkjanna í nám og spila ekki meira með KA í sumar.

„Biggi og Sveinn eru bara búnir að vera frábærir í sumar. Þetta eru ungir strákar, orðnir mjög góðir leikmenn og með virkilega mikla hlaupagetu. Þeir stóðu sig vel og gaman fyrir Svenna að skora hérna og klára leikinn áður en hann fer. Annars er bara liðið á góðum stað og þeir sem koma inn standa sig vel. Þegar ég skipti inná, þá komu allir með framlag, þannig að við erum á rosalega góðum stað, enda hefðum við ekki unnið Víking í dag nema við værum á þeim stað,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner