
Jón Vignir Pétursson, fyrirliði Selfoss, verður frá næstu mánuði eftir að hafa farið úr ökklalið og fótbrotnað í leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni í gær.
Fyrirliðinn meiddist illa í lok leiks gegn Grindvíkingum eftir að hafa lent illa í návígi.
Jón Vignir, sem á yfir 100 keppnisleiki með Selfyssingum, var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og við nánari skoðun kom í ljós að hann fór úr ökklalið og fótbrotnaði.
Hann mun á næstu dögum gangast undir aðgerð á meiðslum sínum.
Um leið senda Selfyssingar þakklæti til Grindvíkinga, vallarstarfsmanna og annarra sem komu til hjálpar við krefjandi aðstæður.
Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir Selfyssinga sem eru aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrettán umferðir hafa verið leiknar.
Athugasemdir