Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   fim 21. janúar 2021 18:30
Elvar Geir Magnússon
Moyes hlaðinn lofi fyrir breytinguna á West Ham
David Moyes, stjóri West Ham, fær mikið lof fyrir þær breytingar sem hafa orðið á liðinu síðan hann tók við því af Manuel Pellegrini í desember 2019.

Íþróttafréttamaðurinn Nathan Salt hjá Daily Mail segir að umbreyting hafi orðið á Hömrunum undir stjórn skoska stjórans. Liðið er á sigurbraut og er nú komið upp í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Salt skrifaði úttekt þar sem hann fer yfir hvað hefur breyst hjá Moyes og telur þar meðal annars upp hvernig hann hefur náð að bæta leikmenn. Hann telur að varnarmaðurinn Angelo Ogbonna sé skýrasta dæmið um það.

„Moyes hefur náð að losa Ogbonna frá óstöðugleikanum sem einkenndi Ogbonna undir Slaven Bilic og Pellegrini. Hann er orðinn leiðtogi og er orðinn mun öruggari," segir Salt.

Hann segir að fyrirliðinn Declan Rice hafi einnig bætt sig undir stjórn Moyes.

„Rice hefur spilað hverja mínútu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er bara að verða betri undir stjórn Moyes. Ef hann verður keyptur frá West Ham mun hann kosta formúgu."

Vel heppnuð kaup hafa einnig hjálpað og Moyes hefur tekið til í leikmannahópnum og losað sig við menn sem litlu skiluðu. Tomas Soucek og Vladimir Coufal eru þegar orðnir algjörir lykilmenn en þeir kostuðu samtals 20 milljónir punda.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner