Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
   sun 21. apríl 2024 22:28
Sölvi Haraldsson
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Þetta eru leikirnir sem við þurfum að vinna til að sýna það að við erum bestir. Geggjuð tilfinning.“ sagði Danijel Dejan Djruic, framherji Víkinga, eftir 4-1 sigur á Breiðablik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Danijel er hæstánægður með leik sinna manna í dag.

Mér fannst eins og við værum með leikinn frá A til Ö. Það komu kaflar þar sem þeir voru yfir en það er bara eðlilegt. En eins og Arnar (Gunnlaugsson) segir að þá verður við bara að 'suffera' smá.

Danijel skoraði í kvöld en margir eru að velta því fyrir sér hvort þetta hafi verið sjálfsmark. Hann er staðráðinn í því að þetta sé hans mark.

Ég sé bara Helga fá boltann. Hann gerir þetta alltaf. Lítur alltaf upp og neglir honum á nær. Þetta var 100% mitt mark. Þetta var 100% mitt mark. Ef þið skoðið þetta aftur þá sjáið þið það.

Danijel auðvitað var í Breiðablik en honum leiðist ekki að skora á móti sínum gömlu félögum.

Þetta venst. Það eru þessir stóru leikir. Ég vona að fólk viti það að þessir stóru leikir kítla mig mjög mikið og þegar þeir koma er kveikt á mér. Því get ég lofað.“

Leikirnir milli þessara liða í fyrra voru mjög tíðindamiklir innan sem utan vallar en Danijel telur að þetta hafi verið rólegasti leikur hans sem leikmaður Víkings gegn Breiðablik.

Þessi var rólegri. Mér finnst eins og dómararnir hafi lagt línuna þannig að það er erfitt að fara út í einhverja vitleysu. Dómararnir hafa kannski ekki eyðilagt ríginn, en skekkt hann aðeins.

Víkingar eru einir á toppnum núna eftir sigurinn á Breiðablik.

Þetta er það sem við þurfum að gera. Byrjunin er alltaf lang erfiðust og það er mikilvægt að byrja stertk. Eins og Arnar segir alltaf, það er miklu erfiðara að elta en að ekki elta.“

Danijel er spenntur fyrir komandi leikjum og framhaldinu hjá Víkingum.

Mér líst mjög vel á framhaldið. Það er bikarleikur gegn Víði í næsta leik sem verður alltaf hörkuleikur og síðan man ég ekki hvað er næsti leikur í deildinni en við tökum alltaf einni leik í einu.“ sagði Danijel Dejan Djuric, framherji Víkinga eftir 4-1 sigur á Breiðablik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner