Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 21. apríl 2024 22:28
Sölvi Haraldsson
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Þetta eru leikirnir sem við þurfum að vinna til að sýna það að við erum bestir. Geggjuð tilfinning.“ sagði Danijel Dejan Djruic, framherji Víkinga, eftir 4-1 sigur á Breiðablik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Danijel er hæstánægður með leik sinna manna í dag.

Mér fannst eins og við værum með leikinn frá A til Ö. Það komu kaflar þar sem þeir voru yfir en það er bara eðlilegt. En eins og Arnar (Gunnlaugsson) segir að þá verður við bara að 'suffera' smá.

Danijel skoraði í kvöld en margir eru að velta því fyrir sér hvort þetta hafi verið sjálfsmark. Hann er staðráðinn í því að þetta sé hans mark.

Ég sé bara Helga fá boltann. Hann gerir þetta alltaf. Lítur alltaf upp og neglir honum á nær. Þetta var 100% mitt mark. Þetta var 100% mitt mark. Ef þið skoðið þetta aftur þá sjáið þið það.

Danijel auðvitað var í Breiðablik en honum leiðist ekki að skora á móti sínum gömlu félögum.

Þetta venst. Það eru þessir stóru leikir. Ég vona að fólk viti það að þessir stóru leikir kítla mig mjög mikið og þegar þeir koma er kveikt á mér. Því get ég lofað.“

Leikirnir milli þessara liða í fyrra voru mjög tíðindamiklir innan sem utan vallar en Danijel telur að þetta hafi verið rólegasti leikur hans sem leikmaður Víkings gegn Breiðablik.

Þessi var rólegri. Mér finnst eins og dómararnir hafi lagt línuna þannig að það er erfitt að fara út í einhverja vitleysu. Dómararnir hafa kannski ekki eyðilagt ríginn, en skekkt hann aðeins.

Víkingar eru einir á toppnum núna eftir sigurinn á Breiðablik.

Þetta er það sem við þurfum að gera. Byrjunin er alltaf lang erfiðust og það er mikilvægt að byrja stertk. Eins og Arnar segir alltaf, það er miklu erfiðara að elta en að ekki elta.“

Danijel er spenntur fyrir komandi leikjum og framhaldinu hjá Víkingum.

Mér líst mjög vel á framhaldið. Það er bikarleikur gegn Víði í næsta leik sem verður alltaf hörkuleikur og síðan man ég ekki hvað er næsti leikur í deildinni en við tökum alltaf einni leik í einu.“ sagði Danijel Dejan Djuric, framherji Víkinga eftir 4-1 sigur á Breiðablik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner