Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   sun 21. apríl 2024 22:28
Sölvi Haraldsson
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Þetta eru leikirnir sem við þurfum að vinna til að sýna það að við erum bestir. Geggjuð tilfinning.“ sagði Danijel Dejan Djruic, framherji Víkinga, eftir 4-1 sigur á Breiðablik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Danijel er hæstánægður með leik sinna manna í dag.

Mér fannst eins og við værum með leikinn frá A til Ö. Það komu kaflar þar sem þeir voru yfir en það er bara eðlilegt. En eins og Arnar (Gunnlaugsson) segir að þá verður við bara að 'suffera' smá.

Danijel skoraði í kvöld en margir eru að velta því fyrir sér hvort þetta hafi verið sjálfsmark. Hann er staðráðinn í því að þetta sé hans mark.

Ég sé bara Helga fá boltann. Hann gerir þetta alltaf. Lítur alltaf upp og neglir honum á nær. Þetta var 100% mitt mark. Þetta var 100% mitt mark. Ef þið skoðið þetta aftur þá sjáið þið það.

Danijel auðvitað var í Breiðablik en honum leiðist ekki að skora á móti sínum gömlu félögum.

Þetta venst. Það eru þessir stóru leikir. Ég vona að fólk viti það að þessir stóru leikir kítla mig mjög mikið og þegar þeir koma er kveikt á mér. Því get ég lofað.“

Leikirnir milli þessara liða í fyrra voru mjög tíðindamiklir innan sem utan vallar en Danijel telur að þetta hafi verið rólegasti leikur hans sem leikmaður Víkings gegn Breiðablik.

Þessi var rólegri. Mér finnst eins og dómararnir hafi lagt línuna þannig að það er erfitt að fara út í einhverja vitleysu. Dómararnir hafa kannski ekki eyðilagt ríginn, en skekkt hann aðeins.

Víkingar eru einir á toppnum núna eftir sigurinn á Breiðablik.

Þetta er það sem við þurfum að gera. Byrjunin er alltaf lang erfiðust og það er mikilvægt að byrja stertk. Eins og Arnar segir alltaf, það er miklu erfiðara að elta en að ekki elta.“

Danijel er spenntur fyrir komandi leikjum og framhaldinu hjá Víkingum.

Mér líst mjög vel á framhaldið. Það er bikarleikur gegn Víði í næsta leik sem verður alltaf hörkuleikur og síðan man ég ekki hvað er næsti leikur í deildinni en við tökum alltaf einni leik í einu.“ sagði Danijel Dejan Djuric, framherji Víkinga eftir 4-1 sigur á Breiðablik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner