lau 21. maí 2022 22:05
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Fyrsti sigur Árbæinga - Ýmir skoraði sex í nágrannaslag
Ýmismenn unnu sex marka sigur
Ýmismenn unnu sex marka sigur
Mynd: Twitter
Fjórir leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld en Ýmir vann þar sex marka sigur á Smára í nágrannaslag í Fagralundi.

Ýmismenn unnu fyrsta leik sinn í D-riðli 11-0 og fylgdu á eftir með því að vinna Smára í kvöld, 6-0.

Árbær vann þá Hörð frá Ísafirði, 2-1. Ævar Daði Stefánsson gerði bæði mörk Árbæinga en þetta var fyrsti sigur liðsins í sumar.

Í landsbyggðarriðlinum, E-riðli, tókst Einherja að vinna Hamrana 4-2 á meðan Spyrnir lagði Samherja, 1-0.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

Hörður Í. 1 - 2 Árbær
1-0 Jóhann Samuel Rendall ('11 )
1-1 Ævar Daði Stefánsson ('45 )
1-2 Ævar Daði Stefánsson ('54 )

D-riðill:

Smári 0 - 6 Ýmir

E-riðill:

Einherji 4 - 2 Hamrarnir
1-0 Stefan Penchev Balev ('9 )
1-1 Tómas Þórðarson ('28, víti )
2-1 Helgi Már Jónsson ('35 )
3-1 Carlos Javier Castellano ('79 )
4-1 Alejandro Barce Lechuga ('85 )
4-2 Tómas Þórðarson ('90 )

Samherjar 0 - 1 Spyrnir
0-1 Þórarinn Máni Borgþórsson ('17, víti )
Rautt spjald: Atli Steinar Ingason ('72, Samherjar )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner