Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   lau 21. maí 2022 18:33
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins eftir jafntefli gegn Leikni: Ánægður með stigið
Ekki sáttur með leik sinna manna
Ekki sáttur með leik sinna manna
Mynd: Haukur Gunnarsson

"Ég er bara ánægður með stigið því við áttum ekki meira skilið, ef við áttum eitthvað skilið. Ég er bara hundsvekktur með leik okkar, úrslitin og allt mál við vorum bara lélegir. Við áttum fína byrjun sem við náum ekki að nýta okkur betur og skora fleiri mörk og þrýsta þeim til baka í seinni hálfleik með vindinn í bakið en í staðinn var það Leiknir sem voru með yfirtökin og fengu fleiri sénsa. Við þurfum bara að laga okkar leik heilmikið" Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR svekktur í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Leiknir R.

KR-ingar áttu frábærar fyrstu 20 mínútur en eftir það var lítið að frétta, hvað gerist eftir þessa góðu byrjun? 

"Leikurinn breytist bara við förum að gera hluti sem við ætluðum ekki að gera og kannski ætluðum að fara spila of fínt, allt sem við gerðum í byrjun leiks heppnaðist nokkuð vel og þegar við komumst yfir fóru hlutirnir ekki að heppnast vel sem ég er ósáttur með og í síðari hálfleik er Leiknir bara betra lið"

Kjartan Henrý og Pálmi Rafn voru báðir á bekknum hjá KR í dag.

"Það er aldrei gaman að hafa þá á bekknum en hvorki Kjartan, Pálmi, Theódór Elmar eða þessir eldri strákar, geta ekkert spilað alla leikina í deildinni þar sem þeir eru orðnir 27 og svo evrópuleikir, bikarleikir þannig við þurfum að reyna dreifa álaginu á milli og það var það sem ég reyndi að gera. Hinir leikmennirnir sem koma inn eru allir að berjast fyrir sínu sæti og staðið sig vel hingað til. Í dag gekk það ekki upp og menn geta skellt skuldinni á mig"

Var þetta um vanmat að ræða í leikmannahópi KR?

"Nei aldrei. Við vanmetum engan í þessari deild, við erum ekki það góðir að geta farið að vanmeta önnur lið. Við vitum úr hverju Leiknismenn eru gerðir og þeir koma alltaf grjótharðir í Vesturbæinn og þeir sýndu það í dag þeir geta gert góða hluti í þessari deild og plummað sig í þessari deild þannig ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég hef meiri áhyggjur af okkur"

Viðtalið má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner