Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 21. maí 2024 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum ósáttur eftir 3-0 tap hans manna gegn Keflavík fyrri í kvöld. Maggi var ekki aðeins ósáttur við úrslitin heldur einnig atvik úr fyrri hálfleik leiksins er Arnar Daði Jóhannesson markvörður Aftureldingar fékk dæmda á sig vítaspyrnu og fékk að líta rauða spjaldið að auki. Magnús fór vel yfir sína sýn á atvikið með fréttaritara.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

„Ég held að það sjái það allir sem vilja sjá það að dómararnir taka ranga ákvörðun þarna sem hefur gríðarleg áhrif á leikinn. Ég tek algjörlega á mig að Arnar lendir í veseni þarna, við erum að reyna að spila út frá marki sem er mín ákvörðun og ég stend og fell með henni. En rauða spjaldið skrifast ekki á mig eða Arnar því þetta á aldrei að vera rautt spjald.“ Sagði Magnús og hélt svo áfram og fór nánar í atvikið sjálft.

„Það sem gerist þarna er að Sami Kamel nær boltanum á undan Arnari og þetta er klárlega vítaspyrna. En Arnar er bara að reyna að leika boltanum. Hann er að reyna sparka honum fram með vinstri fæti og Kamel er bara á undan í boltann.“

„Það er búið að breyta reglunum og ekki lengur þreföld refsing nema þú sért að reyna að toga viljandi eða eitthvað slíkt sem var alls ekki í gangi þarna. Þeir segja að þetta sé "RUPL" að ræna upplögðu marktækifæri. Þetta er ekkert "RUPL" þetta er fokklng rugl það er það sem þetta er.“

Þrátt fyrir mótlætið var Magnús nokkuð sáttur við svar sinna manna er út í síðari hálfleikinn var komið. Þar náði liðið vopnum sínum á köflum og ógnaði Keflvíkingum nokkrum sinnum. Magnús sá því eitthvað jákvætt í leiknum þó ákvarðanir dómara hafi enn sviðið.

„Það er það sem við tökum út úr þessu. Við eigum sláarskot af löngu færi reyndar. Við komum sterkir inn í seinni hálfleikinn. En svo er það annar kapituli að leikmaður númer sjö (Mamadou Diaw) átti að vera farinn út af með rautt spjald hjá Keflavík líka. Hann er á gulu spjaldi og brýtur tvisvar eftir það og er kippt út af um leið. Hann slapp vel á meðan að við sátum í súpunni. Þegar það rignir þá hellirignir og nú þurfum við að sýna alvöru liðsheild og rífa okkur upp úr þessu.“

Maggi sér þó ekkert svartnætti ennþá þrátt fyrir að Afturelding sitji á botni deildarinnar. Liðið sem var efst í fyrra lengi vel en glutraði því niður getur vel komið til baka úr þessu að hans mati.

„Klárlega, það eru búnir 3 fótboltaleikir af 22 sem er nú ekki mikið. Ég er nú ekki það sleipur í stærðfræðinni að ég geti sagt þér hversu mörg prósent það eru en þetta er bara rétt að byrja. Við bara þjöppum okkur saman og setjum fulla einbeitingu á næsta leik. Stutt í hann sem er gott því maður vill svara eftir svona bull og það verður gert á laugardaginn á móti Grindavík.“

Sagði Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann í þaula skoðun sína á rauðum spjöldum sem lið Aftureldingar hefur fengið gegn sér til þessa í deildinni sem og fleiri atvik sem að hans mati hafa fallið gegn þeim.
Athugasemdir
banner