Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 21. júní 2020 21:48
Egill Sigfússon
Atli Sveinn: Skítt að fá á sig mark úr föstu leikatriði
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir fékk Breiðablik í heimsókn í annari umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld og tapaði 0-1 í jöfnum leik. Atli Sveinn Þórarinsson annar af aðalþjálfurum Fylkis var ánægður með spilamennskuna hjá Fylki í dag en ósáttur með að fá á sig mark úr föstu leikatriði.

„Spilamennskan fannst mér fín, við vorum að skapa okkur fín færi, héldum boltanum miklu betur en í síðasta leik og náðum þar af leiðandi að byggja upp fleiri sóknir. Það er hins vegar skítt að fá á okkur mark eftir fast leikatriði."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Davíð Ingvarsson togaði niður Valdimar Þór en ekkert var dæmt. Atla fannst þetta vera vítaspyrna.

„Maður upplifði það sem víti en stundum er ekki flautað og þá er það bara þannig. Þetta jafnast allt út og þá fáum við bara víti seinna í sumar."

Arnór Borg Guðjohnsen kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir liðið og var næstum því búinn að skora örfáum sekúndum seinna. Atli er spenntur fyrir sumrinu hjá Arnóri.

„Arnór er aðeins öðruvísi leikmaður en það sem við vorum með, hann kom góður inn og bara svekkjandi að boltinn fór ekki inn þarna hjá honum."

„Við vonum að hann sé á leiðinni en stjórnarmenn verða að svara því, við erum að vonast eftir svörum á hverjum degi frá Indónesíska sambandinu en það er lítið um svör þar."

Sagði Atli Sveinn að lokum um stöðuna á Geoffery Castillion sem er mögulega á leið til félagsins aftur.
Athugasemdir
banner
banner