Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 21. júlí 2013 21:40
Arnar Daði Arnarsson
Maggi Gylfa: Enginn sem stóð sig vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Gylfason viðurkenndi að liðið sitt hafi ekki átt góðan dag í dag þegar þeir mættu Fylkismönnum. Valur varð fyrsta liðið sem tapaði gegn Fylki í Pepsi-deildinni í ár. Valsmenn lentu 0-3 undir en minnkuðu muninn undir lokin. Arfa slök frammistaða vægast sagt.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Fylkir

,,Þetta var slakur leikur frá upphafi til enda. Ég á reyndar eftir að rýna aðeins meira í þetta en ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem við erum lakari aðilinn allan leikinn," sagði Magnús en Valsmenn hafa nú ekki sigrað í fimm leikjum í röð.

,,Það er auðvitað áhyggjuefni. Annars lít ég á heildarmyndina og við höfum verið að spila vel. Við erum búnir að spila tólf leiki og þetta er fyrsti leikurinn sem við erum slakari aðilinn að mínu viti. Það hefur vantað herslumuninn í síðustu leikjum."

Valsmenn voru án þriggja lykilmanna á miðjunni, Iain Williamson, Hauk Páls og Rúnars Más og það er skarð sem erfitt er að fylla.

,,Það vantaði þá í dag en valdi samt leikmenn sem áttu að vera klárir í þetta en svo var ekki. Það var enginn sem stóð sig vel í dag fannst mér, sagði Magnús að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir