Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júlí 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Shaw rifbeinsbrotnaði en ætti að vera klár fyrir nýtt tímabil
Luke Shaw í landsleik með Englandi.
Luke Shaw í landsleik með Englandi.
Mynd: EPA
Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, rifbeinsrotnaði á EM alls staðar en hélt áfram að spila í gegnum meiðslin.

Shaw skoraði í úrslitaleik mótsins gegn Ítalíu en andstæðingarnir jöfnuðu og unnu svo í vítaspyrnukeppni.

Shaw átti virkilega gott mót með enska landsliðinu og átti þrjár stoðsendingar.

Þessi 26 ára leikmaður er núna í sumarfríi og ekki víst að hann verði klár í fyrsta leik Manchester United, heimsókn frá Leeds þann 14. ágúst. Sjálfur er hann þó bjartsýnn á að geta spilað.

Ef ekki þá er Ole Gunnar Solskjær með Alex Telles og Brandon Williams til takst til að leysa stöðuna. Þá hefur United sýnt Kieran Tripper hjá Atletico Madrid áhuga en hann getur leyst bakvarðarstöðurnar báðum megin.
Athugasemdir
banner