Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 21. september 2019 16:57
Ármann Örn Guðbjörnsson
Ejub Purisevic: Ég ætla ekki að gefa neitt upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur stýrði liðinu til sigurs í dag í lokaumferð Inkasso-deildarinnar. Liðið endaði deildina í 4 sætinu en stóra spurningin er hvað gerir Ejub næst?

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 4 -  2 Njarðvík

"Mér fannst við vera frábærir í fyrri hálfleik og það verður alltaf auðvelt að spila þegar maður er búinn að skora. Við skoruðum 3 frábær mörk og áttum rosalega margar flottar sóknir"

Víkingar voru 3-0 yfir í hálfleik eftir að hafa verið með mikla yfirburði í leiknum framanaf en það var ekki alveg sama sagan í byrjun seinni hálfleiksins. Liðið fékk 2 mörk á sig á fyrstu 10 mínútum hálfleiksins

"Við byrjuðum seinni hálfleikinn kæruleysislega og eftir fyrsta markið kom svona smá skjálfti og við fengum annað mark á okkur en ég verð að hrósa mínum leikmönnum að ná að yfirstíga það og koma til baka og ná 4 markinu."

Mikið hefur verið talað um framtíð Ejub undanfarnar vikur en hann er sterklega orðaður við stjórnarstöðuna hjá Fylki.

"Þú þekkir mig nógu vel til að vita að ég er aldrei að fara gefa neitt upp í fjölmiðlum. Ég skulda fólki hérna á svæðinu það að gefa það út persónulega"

Viðtalið má sjá í heild sinni hérna fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner