
Afturelding tók á móti Víking frá Ólafsvík í 17.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Mosfellingar unnu baráttu sigur og stimpluðu sig út úr botnbaráttunni í leiðinni. Magnús Már þjálfari liðsins var sáttur með andann í liðinu „Þetta var ekki besti leikurinn okkar í sumar þegar kemur að spilamennsku. En hrikalega ánægður með strákana. Karakterinn, vinnusemin og baráttan var til staðar og og það skilaði sér. Lögðu allt í þetta, komust yfir og sigldu þessu svo í höfn" Sagði Magnús meðal annars beint eftir leik.
Afturelding fer í 21 stig eftir sigurinn í kvöld og Magnús segir liðið aðeins horfa upp á við núna „Engin spurning, við viljum fara ofar. Þetta hefur verið markmiðið okkar að fara ofar og vera ekki að horfa niður og við höldum því bara áfram. Það eru ennþá fimm leikir eftir af þessu móti. Þó það séu haustlægðir og kuldi eru ennþá nóg af leikjum eftir" Sagði Magnús.
Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan. Þar er hann meðal annars spurður út í stöðuna á hópnum, Covid smit í félaginu og næstu verkefni.
Athugasemdir