Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 21. september 2020 20:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi um Joey Gibbs: Nánast öll í fyrstu snertingu
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila mjög vel í dag og áttum frábæran fyrri hálfleik og náðum að spila mjög vel og góðan bolta við erfiðar aðstæður. Vorum mjög sáttir með liðið í hálfleik og vildum reyna að halda þessu út í 90 mínútur og svona megnið af seinni hálfleik áttum við leikinn.“
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar þjálfara Keflavíkur um sitt mat á leik Keflavíkurliðsins eftir 4-2 sigur á Þrótti fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

Keflvíkngar sem eiga í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deildina geta auk þess að gleðjast yfir góðum sigri glaðst yfir því að vera endurheimta menn úr meiðslum en Sindri Kristinn Ólafsson markvörður þeirra sem óttast var að yrði eitthvað frá var með í dag. Auk þess spilaði Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur sinn fyrsta deildarleik með liðinu í sumar í dag er hann kom inná sem varamaður en hann hefur ekki spilað síðan 12.júní.

„Já engin spurning jákvætt að fá Magga inn. Búinn að vera frá með beinmar í allt sumar og var besti leikmaður liðsins í fyrra og fyrirliðinn okkar og mjög jákvætt og mikilvægt að hann sé byrjaður að spila aftur þar sem við erum með menn í banni í næsta leik á móti Vestra.“

Joey Gibbs hélt áfram að skora fyrir Keflavík og hefur nú skorað 20 mörk fyrir liðið að loknum 16 leikjum. Sannkallaður gullmoli fyrir Keflavík að hafa.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur. og ekki bara í að skora þessi mörk því hann er flottur karakter og frábær í að fá boltann með mann í bakinu. Við höfum ekki tekið það nákvæmlega saman en ég hugsa að ef við myndum skoða þessi 20 mörk sem hann er búinn að skora að þá eru þau nánast öll í fyrstu snertingu. Þannig að hann er að binda endahnútinn á sóknirnar okkar sem hafa verið margar mjög flottar í sumar.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner