Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. september 2022 17:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá held ég að það styttist í eitthvað kall hjá honum"
Sveinn Margeir
Sveinn Margeir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sveinn Margeir Hauksson hefur átt gott tímabil með KA í Bestu deildinni. Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp sjö í 21 leik. Hann er 21 árs gamall og því gjaldgengur í U21 árs landsliðið.

Sævar Pétursson sem er framkvæmdastjóri KA setti inn færslu á Twitter fyrr í mánuðinum þar sem hann vakti athygli á tölfræði Sveins. Hann sagði í færslunni að Sveinn hlyti að vera í U21 hópnum sem valinn var í síðustu viku.

Svo varð ekki rauninn, enginn Sveinn Margeir í hópnum og var Arnar Grétarsson, þjálfari KA, spurður hvort hann hefði einhverja skoðun á því.

„Nei, í sjálfu sér ekki. Númer 1, 2 og 3 þarf hann að einbeita sér að sér sjálfum og standa sig vel með KA. Ef hann heldur sínu striki þá fær hann einhverja möguleika, það er alveg pottþétt. Þetta er strákur með frábæra hæfileika og mikla möguleika. Það eru bara margir ungir og efniilegir strákar í deildinni, margir komnir út og svo framvegis. Hann þarf bara að bíða rólegur og halda áfram. Ef hann heldur áfram því sem hann hefur verið að gera þá held ég að það styttist í eitthvað kall hjá honum," sagði Arnar.

Sveinn var í æfingahóp sem kom saman í júní í fyrra. Smelltu hér til að sjá hópinn sem undirbýr sig núna fyrir tvo umspilsleiki fyrir Tékkland.


Arnar Grétars hrósar dómaranum: Það kannski skilur liðin að í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner