Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 21. nóvember 2024 10:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Viktor Freyr Sigurðsson.
Viktor Freyr Sigurðsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gareth Owen hér fremstur.
Gareth Owen hér fremstur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor fer núna yfir í Fram.
Viktor fer núna yfir í Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er bara fáránlega peppaður. Það eru spenanndi tímar framundan í Dal draumanna," segir markvörðurinn Viktor Freyr Sigurðsson sem skrifaði nýverið undir samning hjá Fram.

Viktor kemur til Fram eftir að hafa leikið með Leikni í Breiðholti síðustu árin. Viktor er uppalinn að mestu leyti í Breiðabliki en tók stökkið ungur í Leikni og var þar aðalmarkvörður í nokkur ár.

Viktor skrifar undir tveggja ára samning í Úlfarsárdal. Hann er fæddur árið 2000 og á að baki 115 leiki í meistaraflokki.

„Ég heyrði af áhuga frá Fram fyrir síðasta leik og mér fannst það mjög spennandi. Ég sé ekkert eftir því að hafa kýlt á það bara," segir Viktor.

Hann segir að þjálfarateymi Fram hafi heillað sig mjög mikið. „Ég held að ég muni bæta mig mjög mikið í þessum aðstæðum með þessa þjálfara, sérstaklega með mjög góðan markvarðarþjálfara. Ég held að þetta sé einn besti markvarðarþjálfari sem þú getur fundið á Íslandi."

Gareth Owen er markvarðarþjálfari Fram og er Viktor spenntur að vinna með honum. Hann vonast til að geta bætt sig með leiðsögn hans.

Held að ég muni bæta mig helling
Viktor tók við sem aðalmarkvörður Leiknis árið 2022 og varði mark liðsins í Bestu deildinni það tímabilið. Hann hefur svo verið aðalmarkvörður liðsins síðustu tvö tímabilin í Lengjudeildinni. Viktor lék 21 leik í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Hann segist vera tilbúinn í skrefið upp á við í Fram. „Ég á náttúrulega tímabil að baki í Bestu deildinni. Ég myndi segja að ég sé klár í það."

Viktor átti góð ár í Breiðholtinu og það var erfitt að kveðja þar. „Það var geggjað að vera í Leikni. Ég get þakkað þeim fyrir að vera á þeim stað sem ég er á í dag."

„Allir sem hafa komið í Leikni finna hvað það er mikið fjölskyldufélag. Þetta er sérstakt, það eru allir svo nánir og allir svo góðir vinir."

Viktor er ekki eini leikmaðurinn sem fer í Fram úr Leikni. Róbert Hauksson tekur sama skref. „Það er mjög gott að fara með Robba. Hann er geggjaður leikmaður. Við erum góðir félagar."

Viktor stefnir á að bæta sig eins mikið og hann getur í Fram. Hann mun berjast við Ólaf Íshólm um sæti í liðinu en Viktor sér fram á að geta lært mikið af nýja liðsfélaga sínum.

„Mér finnst ég ekki hafa bætt mig nógu mikið síðustu ár miðað við hvað ég hef spilað mikið. Ég held að ég muni bæta mig helling núna," segir markvörðurinn en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner