Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 22. mars 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
La Finca
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tvö mjög jöfn lið og þeir eru með mjög góða leikmenn, hafa verið að þróa sitt lið undanfarin ár. Við vorum vel inn í þessu í fyrri leiknum og við leggjum upp með það að vinna á sunnudaginn," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Sverrir ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins á Spáni en á sunnudag verður seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Kósovó vann fyrri leikinn 2-1.

„Það voru margir mjög góðir punktar í fyrri leiknum en líka margir punktar sem við þurfum að laga, sem er eðlilegt. Við munum fara yfir það á fundum og æfingum."

Sverrir segir að það séu margar nýjungar sem Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, kemur með að borðinu.

„Arnar setur miklar kröfur á leikmenn og vill spila nútíma fótbolta, pressa hátt uppi, spila boltanum með jörðinni og við erum með leikmenn í það. Það eru nýir fídusar í þessu hjá okkur og þetta tekur sinn tíma. Eins og sást í fyrri leiknum er öðruvísi uppstilling þegar við sækjum en þegar við verjumst og annað. Við erum enn að læra eins mikið og við getum."

„Það er virklega spennandi að fá að taka þátt í svona verkefni. Ég hef verið í landsliðinu í mörg ár og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér. Það er gaman að taka þátt í þessu en það er eðlilegt í fyrsta leik að hann sé kaflaskiptur."

Það bárust tíðindi úr herbúðum landsliðsins í gær en Jóhann Berg Guðmundsson sem gat ekki tekið þátt í fyrri leiknum kemur inn í hópinn og verður með á sunnudag.

„Hann hefur aðeins verið í kringum þetta og það er klárlega frábært að fá hann inn. Við þurfum á okkar bestu leikmönnum að halda og Jói er að fara að leika sinn hundraðasta landsleik þannig að það er hellings reynsla í því. Eina vitið er að vinna Kósóvana í hundraðasta leiknum hans," segir Sverrir.

Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Sverrir nánar um landsleikinn, um að hafa tapað með Panathinaikos fyrir Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í Sambandsdeildinni og um þá upplifun að hafa mætt Víkingum í umferðinni á undan.
Athugasemdir
banner
banner