Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 22. apríl 2024 21:27
Hafliði Breiðfjörð
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var allt í lagi, það er mikilvægt að byrja mótið rétt, skora mörk og halda hreinu. Frammistaðan var allt í lagi, við gerðum nóg til að vinna leikinn en þetta verður ekki besta frammistaða okkar á tímabilinu," sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Keflavík kom hingað með mikla orku, það er munurinn á þeim frá í fyrra, þær eru með hraða og klára leikmenn í þeim Saorla og Melanie á köntunum. Þetta gat orðið erfiður leikur en við vörðumst þeim vel og gáfum þeim ekki færi. Við vorum svo í lagi með boltann og skoruðum mismunandi mörk."

Þið eruð með gæði frammi?

„Já, Vigdís (Lilja Kristjánsdóttir) er orðin framherji núna frá í vetur og hefur staðið sig mjög vel. Hún byrjaði vel sem er frábært fyrir okkur."

Mér skildist á Vigdísi að hana langi að vinna gullskóinn?

„Ég vona það líka því ef við erum með þannig framherja þá mun það bara reynast okkur vel. Ef hún heldur áfram að skora þá mun hún gera það."

Nik sagði að það séu enn nokkrar vikur í að Katrín Ásbjörnsdóttir verði klár í slaginn að nýju en býst við að hún þurfi að hafa fyrir sætinu sínu í liðinu.

„Ef Vigdís heldur áfram að skora og Birta er líka að skora þá þarf hún að standa sig til að slá þær út. Það er hinsvegar góður hausverkur fyrir mig því Olla mun snúa aftur líka svo það verður barátta um stöðurnar."

Nánar er rætt við Nik í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir hlutverk Ástu Árnadóttur sem miðvörður. Í lokin er hann spurður út í atvik sem varð í lok leiksins þegar boltinn rúllaði af velli við varamannabekk Blika og Nik tók glæsilega á móti boltanum.

„Tötsið? Boltinn kom bara og ég er alveg með tötsið. Ég spilaði alltaf fótbolta, það var smá pressa á mér en mér tókst þetta," sagði hann að lokum og hló.
Athugasemdir
banner
banner