Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   þri 22. apríl 2025 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rosenborg á flugi - Sædís aftur á sigurbraut
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sædís Rún Heiðarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Valerenga þegar liðið lagði Lilleström í 5. umferð norsku deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Valerenga en þetta var fjórði sigur liðsins á tímabilinu. Valerenga tapaði gegn Rosenborg í síðustu umferð.

Rosenborg er á flugi en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð.

Selma Sól Magnúsdóttir er leikmaður Rosenborgar en hún hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu. Valerenga og Rosenborg eru í 2. og 3. sæti með 12 stig en Brann er á toppnum með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner