Það er dramatík í leik Man City og Aston Villa en staðan var 1-1 í hálfleik.
Man City komst yfir þegar Bernardo Silva kom boltanum í netið eftir sjö mínútna leik.
Hann átti skot tiltölulega beint á Emi Martinez en hann var í stökustu vandræðum með að halda boltanum og hann endaði í netinu, slæm mistök hjá argentíska landsliðsmarkmanninum.
Um tíu mínútum síðar skoraði Marcus Rashford úr vítaspyrnu en dómurinn var ansi umdeildur. Craig Pawson, dómari leiksins, var sendur í skjáinn eftir að hann dæmdi ekki brot.
Jacob Ramsey féll í teignum eftir baráttu við Ruben Dias. Dias hætti við á síðustu stundu að fara í hann en það var hins vegar snerting og Pawson dæmdi víti.
„Þeir eru búnir að sýna þetta á risaskjánum. Eiga þeir að gera það? Leikmenn Man City eru brjálaðir," sagði Gary Neville í útsendingu Sky Sports.
Staðan er enn 1-1 þegar um 25 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.
Sjáðu markið hjá Silva
Sjáðu markið hjá Rashford
Athugasemdir