Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. maí 2020 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Rivaldo: Haaland getur orðið jafn góður og Ronaldo
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Rivaldo segir að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé með gæði til að verða jafn góður og Ronaldo, ef ekki betri en hann ræðir framherjann í viðtali við Betfair.

Haaland er aðeins 19 ára gamall en er samt farinn að stela fyrirsögnunum hjá stærstu íþróttatímaritum heims. Hann skoraði 28 mörk í 22 leikjum með austurriska liðinu RB Salzburg á þessu tímabili áður en hann samdi við Borussia Dortmund í janúar.

Hann hélt uppteknum hætti í Þýskalandi og er kominn með 13 mörk í aðeins 12 leikjum en Rivaldo hefur miklar mætur á honum.

„Hann er nú þegar orðinn frábær leikmaður en hann er aðeins 19 ára og gæti orðið betri í framtiðinni og jafnvel einn besti framherji heims," skrifaði Rivaldo á Betfair.

„Sumir eru þegar farnir að bera hann saman við leikstíl Ronaldo Nazario og það er margt svipað með þeim. Hann er fljótur, óttalaus og skorar mikið en það er of snemmt að halda að hann taki við keflinu af honum."

„Ronaldo vann HM tvisvar og spilaði á fjórum mótum. Hann heillaði alllan heiminn með hlaupum sínum og mörkum þannig við þurfum smá tíma til að sjá hvort Haaland náði sömu hæðum en hann er með gæðin til að komast nálægt þessum fyrrum liðsfélaga mínum,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner