Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 22. maí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Inter komið í eigu Bandaríkjamanna
Inter er ítalskur meistari.
Inter er ítalskur meistari.
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar Inter hafa bæst í hóp evrópskra félaga sem eru í bandarískri eigu.

Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Oaktree hefur staðfest að það hafi tekið yfir eignarhald Inter af kínverska viðskiptamanninum Steven Zhang sem borgaði ekki til baka lán upp á næstum 400 milljónir evra.

Oaktree hefur sett pening í félagið undanfarin þrjú ár, hjálpað því í fjárhagserfiðleikum og að ná upp stöðugleika. Á þeim árum hefur liðið náð virkilega góðum árangri, unnið bikarkeppnina tvisvar og tryggði sér á þessu tímabili sinn 20. ítalska meistaratitil. Þá komst liðið í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010.

Zhang eigandi Inter var jafnframt forseti félagsins en Tuttosport segir að Javier Zanetti gæti fengið forsetahlutvarkið.

Í yfirlýsingu Oaktree segist fyrirtækið ætla að gæta vel að hagsmunum Inter en margir spekingar telja líklegt að það hyggist selja félagið þegar fram líða stundir.

Bæði stóru Mílanóliðin eru nú í eigu Bandaríkjamanna en Gerry Cardinale og félagar í RedBird eiga AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner