Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 22:30
Sölvi Haraldsson
Mælir með áhorfi á glæsilegt mark Selmu gegn Blikum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðblik tapaði sínum fyrsta leik í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn þegar þær mættu í Víkina og lágu 2-1 gegn bikarmeisturunum í Víkingi Reykjavík.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfari karlaliðs Víkings, og Víkingur mikill fór fögrum orðum um annað mark Víkinga í leiknum sem reyndist vera sigurmarkið.

Selma Dögg skoraði markið en hún sýndi frábæra takta í markinu sem heillaði Einar Guðna mjög.

Ég held að venjulegt fólk átti sig ekki á því hversu góð Selma Dögg er. Ég mæli með að fólk horfi nokkrum sinnum á markið sem hún skoraði í kvöld.“ skrifaði Einar Guðna í X-færslu skömmu eftir leikinn á fimmtudaginn.

Kjartan Leifur valdi Selmu Dögg mann leiksins gegn Breiðablik.

Skorar markið sem reyndist sigurmarkið og átti glæsilega sendingu á Sigdísi í því fyrra. Þess utan var hún baráttuglöð og leiddi með fordæmi sem fyrirliði liðsins.“

Markið og X-færslu Einars má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner