Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 22. júní 2025 16:50
Haraldur Örn Haraldsson
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Lélegur fótboltaleikur heilt yfir, við vorum í brasi," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra, eftir 2-0 tap fyrir FH í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Vestri

„Fram að markinu gerist ekki neitt. FH liðið steig ekki á okkur, og vildi varla halda í boltann og það gerðist nánast ekki neitt. ´Í heildina er þetta bara gríðarlega úr karakter fyrir Vestra liðið, við unnum engin návígi, við unnum enga seinni bolta, við vorum bara karakters lausir. 

Það var engin rödd í liðinu það var ekkert 'identity' í liðinu. Svo náttúrulega bara köstum við leiknum frá okkur eftir eina mínútu í seinni hálfleik," sagði Davíð.

Vestra liðið hefur átt mjög gott tímabil en spiluðu slakann leik í dag. Davíð virðist sammála þeirri staðhæfingu að þetta hafi verið slakasti leikur Vestra á tímabilinu.

„Það hefur ekkert lið þurft að hafa jafn lítið fyrir því að vinna okkur og FH liðið gerði hérna í dag. Þeir unnu kannski bara leikinn af því þeim langaði þetta meira heldur en Vestra liðinu. Ég held það sé erfitt að leggja puttann á eitthvað meira heldur en það, akkúrat núna. 

Mér fannst leikurinn heilt yfir bara frekar gæðalaus, og þetta var eins og við töluðum um fyrir leik. Við vissum að þetta yrði um baráttu og seinni bolta, baráttuleikur. Við vorum bara ekki tilbúnir í það í dag og ég bara kalla eftir smá svari frá Vestra liðinu, svari frá leikmönnum. Þetta var ólíkt okkur, bara úr karakter, og eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari þessa liðs," sagði Davíð.

Það vantaði nokkra leikmenn í lið Vestra í dag, en Davíð vill ekki nota það sem afsökun.

„Ég býst bara við að Daði verði klár í næsta leik, auðvitað er Cafu Phete í banni, og Fatai er líka í banni, og Arnór Borg er meiddur líka. Þannig það er auðvitað höggvið í okkar lið en það breytir því ekki að sálin í liðinu var ekki í dag. Sálin í liðinu kemur ekki með Daða Berg, eða Arnóri Borg, eða Cafu, eða Fatai. Hún kemur með liðsheild, og það var ekki að sjá á liðinu í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner