Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 22. júní 2025 17:18
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við góðir í þessum leik, og vorum með gott hugarfar," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2-0 sigur gegn Vestra í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Vestri

„Við vorum að spila á móti vel skipulögðu og öguðu Vestra liði. Það sem að skiptir máli er að skora fyrsta markið, og við gerðum það. Eftir það fannst mér þetta aldrei spurning, og við vorum í sjálfu sér klaufar að skora ekki fleiri mörk."

FH heldur hreinu í dag, og voru í raun aldrei líklegir til að fá mark á sig í leiknum.

„Við endurheimtum Ísak, hann kom inn í vörnina í dag í fyrsta skiptið í byrjunarliðið. Mér fannst hann frábær, góður karakter og leiðtogi, spilaði vel fyrir okkur og lætur gott af sér leiða til annara leikmanna. Svo fannst mér eftir að við skoruðum fyrsta markið, þá fannst mér við bara spila vel út á velli. Ótrúlegt að Einar Karl skyldi ekki skora, hann skaut í sjálfan sig og í slánna," sagði Heimir.

FH hefur gengið illa á gervigrasi, en Heimir segist ekki vita hver ástæðan er þar.

„Ef ég vissi ástæðuna, þá væri ég ríkur maður. Við þurfum að finna einhverjar lausnir á þessu, og átta okkur á því að fótbolti er líka spilaður á gervigrasi á Íslandi. Við þurfum að fara fá úrslit þar, við gerðum það 2023, og 2024. Við þurfum að ná því til baka," sagði Heimir.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner