Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 22. júní 2025 17:04
Haraldur Örn Haraldsson
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við vera með fulla stjórn á leiknum, nánast frá fyrstu mínútu," sagði Sigurður Bjartur Hallsson leikmaður FH eftir 2-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Vestri

„Við leyfðum þeim að hafa boltann og í raun og veru stýrðum leiknum þannig, og beittum skyndisóknum. Mér fannst þeir ráðalausir þegar þeir þurftu að stýra leiknum," sagði Sigurður.

Sigurður skoraði fyrsta mark leiksins, en það var af dýrari gerðinni. Hann segir að þetta gæti verið með betri mörkum sem hann hefur skorað á ferlinum.

„Þetta er með þeim, þetta er klárlega með þeim. Líklega besta markið," sagði Sigurður en fagnaðarlætin hjá liðsfélögunum voru slík að þeir trúðu ekki hvað hafði gerst.

„Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér," segir Sigurður og hlær.

Eftir að FH skoraði þetta fyrsta mark, þá var sigurinn í raun aldrei í hættu.

„Mér finnst þetta vera lenskan þegar við komumst yfir á Kaplakrika, það er rosalega erfitt að komast til baka gegn okkur. Við erum góðir í að loka leikjunum, það er bara einn leikur þar sem við höfum fengið á okkur mark. Það var á móti KR, og við vorum hálfan leikinn einum færri.

Þannig það er ógeðslega erfitt að spila á móti okkur. Við þurfum bara að finna leið til að spila eins á útivelli. Því við erum geðveikt góðir hérna á heimavelli," sagði Sigurður.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir