Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 22. júní 2025 21:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR
Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Topplið ÍR heimsótti Keflavík suður með sjó í lokaleik níundu umferðar Lengjudeildarinnar í kvöld. 

ÍR-ingar gerðu markalaust jafntefli og eru áfram taplausir á toppi deildarinnar.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍR

„Sterkt stig á útivelli en við hefðum alveg getað unnið þennan leik" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir leik.

„Ég horfi ekki á þetta sem tvö töpuð stig endilega en þetta var nátturlega bara erfiður útileikur" 

„Við byrjuðum mjög illa fyrstu svona tuttugu mínúturnar. Síðan komum við vel inn í leikinn og mér fannst við töluvert hættulegri svona þannig séð en auðvitað fengu þeir líka færi. Hugsanlega er jafntefli bara sanngjörn úrslit" 

ÍR byrjaði leikinn hægt en ótrúlegur varnarmúr ÍR hélt vel aftur af liði Keflavíkur í dag.

„Við byrjum frekar hægt en svo komumst við inn í leikinn og þá fær Hákon blóðnasir og hann var útaf í svona örugglega fimmtán mínútur eða þetta leið þannig" 

„Mér fannst við ná tökum á leiknum í seinni hluta fyrri hálfleiks og vera nánast með tökin allan leikinn þannig séð. Mér leið ekkert illa, mér leið vel. Mér leið illa fyrstu tuttugu mínúturnar en síðan leið mér bara vel á bekknum" 

„Heilt yfir fannst mér við vera ofan á en auðvitað var þetta jafn leikur þannig bara fínt stig" 

Nánar er rætt við Jóhann Birnir Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 11 6 3 2 22 - 12 +10 21
4.    Keflavík 11 5 3 3 23 - 15 +8 18
5.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
8.    Grindavík 11 3 2 6 25 - 34 -9 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner