,,Við erum mjög sáttir með að ná í stig hérna eftir að hafa lent 2-0 undir," sagði Kári Ársælsson varnarmaður ÍA eftir 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í kvöld.
,,Okkur sárvantar stig og það er aukabónus að ná í stig á móti Breiðabliki. Þeir eru með hörkulið. Þeir áttu tækifæri á að drepa leikinn í 2-0 en þeir slökuðu á klónni."
,,Okkur sárvantar stig og það er aukabónus að ná í stig á móti Breiðabliki. Þeir eru með hörkulið. Þeir áttu tækifæri á að drepa leikinn í 2-0 en þeir slökuðu á klónni."
Ellert Hreinsson skoraði fyrra mark Blika í leiknum en Kári var ekki alveg klár á því.
,,Ertu að tala um fyrsta markið hans en annað markið þeirra? Ellert var ekki inn á í fyrri hálfleik. Ellert skoraði annað markið. Ertu alveg viss? Pottþéttur? Hann kom inn á í hálfleik og skoraði annað markið. Var það fyrsta markið," sagði Kári í kómísku spjalli eins og sjá má hér að ofan.
,,Við vorum spilaðir út og djúpi miðjumaðurinn náði ekki að vera þar sem hann átti að vera. Við vorum alltof lengi að mæta honum og þetta var lélegt."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























