
Íslenska kvennalandsliðið á mikilvægan leik gegn Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18:00 á Laugardalsvelli.
Íslenska liðið hefur verið í gír í undankeppninni og hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum og er með markatöluna 20-1.
Svíar hafa hins vegar verið í sama stuði og unnið alla fjóra leiki sína og er markatala þeirra 24-1. Leikurinn í kvöld er því afar mikilvægur og getur Ísland með sigri tekið toppsætið í riðlinum.
Leikið er í níu riðlum og fer efsta liðið í hverjum riðli beint á Evrópumótið. Þá eru gefin þrjú aukasæti fyrir liðin með besta árangurinn í 2. sæti. Restin af liðunum sem hafna í 2. sæti fara þá í umspil og eru þeir leikir spilaðir í apríl.
Leikir dagsins:
15:00 Lettland-Ungverjaland (Daugava Stadium)
18:00 Ísland-Svíþjóð (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir