Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 22. október 2021 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Chelsea á útivelli líklega erfiðasta verkefni í heimi"
Mynd: EPA
Daniel Farke, stjóri Norwich, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Chelsea í hádeginu á morgun. Farke vann með Thomas Tuchel, stjóra Chelsea, þegar þeir voru báðir hjá Dortmund í Þýskalandi.

Billy Gilmour má ekki spila á morgun þar sem hann er á láni frá Chelsea. Todd Cantwell er ekki klár í slaginn og þá er Christoph Zimmermann frá og verður það næstu sex vikurnar.

„Thomas er einn besti þjálfarinn á plánetunni og ferilskráin er merki um það," sagði Farke. „Við unnum saman hjá Dortmund en núna er mikið að gera þannig það er ekki auðvelt að hittast."

„Að mæta Chelsea á útivelli er líklega erfiðasta verkefni í heimi. Líkurnar eru á móti okkur en niðurstaðan er aldrei 100% örugg,"
sagði Farke.

Hann bendir á að þrátt fyrir að Romelu Lukaku og Timo Werner séu meiddir sé Chelsea með leikmenn eins og Kai Havertz sem komi inn í liðið.

Norwich er með tvö stig eftir átta umferðir, liðið hefur skorað tvö mörk og fengið sextán mörk á sig.
Enski boltinn - Salah, tap Man Utd og allt um eigendaskiptin
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner