Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. janúar 2022 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Löng vítaspyrnukeppni og mjög óvænt úrslit
Iwobi fékk að líta rauða spjaldið.
Iwobi fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Í kvöld hófst útsláttarkeppnin í Afríkumótinu, 16-liða úrslitin. Tveir leikir voru spilaðir.

Búrkína Fasó var fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í næstu umferð. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, klikkaði á vítaspyrnu á 18. mínútu, en tíu mínútum síðar svaraði hann fyrir það með því að koma sínum mönnum yfir.

Það virtist stefna í sigur Búrkína Fasó, en í uppbótartíma jafnaði Gabon með sjálfsmarki. Það var því framlengt og þegar ekkert mark var skorað í henni, þá var farið í vítaspyrnukeppni.

Eftir langa vítaspyrnukeppni var það Búrkína Fasó sem stóð uppi sem sigurvegari og sæti þeirra í 16-liða úrslitum tryggt. Gabon var án stjörnu sinna, Pierre-Emerick Aubameyang á mótinu. Hann fékk Covid og svo kom í ljós hjartavandamál hjá honum, en hann segist heilsuhraustur.

Í seinni leik dagsins voru óvænt úrslit þar sem Túnis tókst að slá út eitt sigurstranglegasta lið keppninnar, Nígeríu. Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum, það gerði Youssef Msakni snemma í seinni hálfleik.

Nígeríu tókst ekki að svara og ekki hjálpaði það þegar Alex Iwobi fékk að líta rauða spjaldið um miðbik seinni hálfleiks.

Búrkína Fasó og Túnis áfram í átta-liða úrslit; Gabon og Nígería úr leik. Hvað gerist á morgun?

Burkína Fasó 1 - 1 Gabon (Búrkína Fasó vann í vítakeppni)
0-0 Bertrand Traore ('18 , Misnotað víti)
1-0 Bertrand Traore ('28 )
1-1 Adama Guira ('90 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Sidney Obissa, Gabon ('67)

Nigería 0 - 1 Túnis
0-1 Youssef Msakni ('47 )
Rautt spjald: Alex Iwobi, Nigeria ('66)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner