
„Þetta var ekki okkar leikur í kvöld en svona er þetta, við verðum að læra af þessum leik og stíga upp," segir Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Ísland fann sig engan veginn gegn Bosníu/Hersegóvínu í kvöld og tapaði 3-0.
Ísland fann sig engan veginn gegn Bosníu/Hersegóvínu í kvöld og tapaði 3-0.
„Þetta er ekki það sem við vildum og vorum að bíða eftir. Við ætluðum að koma hingað og sækja sigur."
Íslandi gekk erfiðlega að verjast Bosníumönnum, var eitthvað sem kom okkar liði í opna skjöldu?
„Við vorum langt frá leikmönnum. Þegar maður horfir á mörkin þá skoruðu þeir tvö heppnismörk. Varnarlega vorum við slakir, allt liðið. Við pressuðum þá ekki nægilega vel."
„Við erum mjög svekktir en þýðir ekki að hengja haus eftir þetta. Við verðum bara að vera klárir í næsta leik. Það er allt hægt í þessum riðli. Við erum ungt lið og margir leikmenn sem eru að læra, við erum sterk liðsheild og munum hjálpast að til að koma okkur í gang aftur. "
Athugasemdir