Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. apríl 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 10. sæti
Tindastóll vann Lengjudeildina í fyrra.
Tindastóll vann Lengjudeildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guðni Þór Einarsson.
Guðni Þór Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Smári kemur inn í þjálfarateymið.
Óskar Smári kemur inn í þjálfarateymið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 4. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Tindastóll

10. Tindastóll

Lokastaða í fyrra: Tindastóll gerði frábæra hluti í Lengjudeildinni og endaði á því að vinna hana. Sauðárkrókur er ekki bara körfuboltabær.

Þjálfararnir: Stólarnir hafa verið að vinna með tveggja aðalþjálfara kerfið. Í fyrra voru Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson með liðið. Jón Stefán hætti eftir síðustu leiktíð en Guðni verður áfram. Þess í stað er búið að ráða heimamanninn Óskar Smára Haraldsson inn í teymið með Guðna. Óskar starfaði á síðasta ári hjá Stjörnunni og var hann aðstoðarþjálfari kvennaliðsins þar.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði Tindastóls.

„Það er mikið ævintýri í gangi á Sauðárkróki hjá kvennaliði Tindastóls. Eftir frábært ár í fyrra í 1.deildinni þá eru þær mættar í deild þeirra bestu. Mikil stemning er í kringum liðið og greinilegur uppgangur kvennaboltans er í gangi á Króknum. Stúka fyrir áhorfendur að rísa við nýlegan gervigrasvöll og mikill metnaður lagður í starfið," segir Jóhann.

Verða að treysta á liðsheildina
„Liðið hefur verið að styrkja sig innanfrá sem utan og ljóst að Tindastóll ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni í sumar. Úrslitin á undirbúningstímabilinu þurfa ekki endilega að gefa neina mynd af því sem þær ætla sér í sumar enda telja þau ekkert þegar út í alvöruna er komið."

„Liðið hefur innanborðs leikmann sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og getur breytt leikjum á svipstundu. Þó verða Tindastóls stelpur að treysta á liðsheildina öðru fremur er kemur að stigasöfnun í Pepsi Max í sumar. Ef þjálfarar ná upp góðri stemningu og baráttu þá eiga þær möguleika á að valda usla gegn sterkum liðum deildarinnar þetta tímabilið. Þær koma vafalaust vel gíraðar til leiks og vonandi tilbúnar í alvöruna sem fylgir því að keppa við bestu lið landsins."

„Spáin bendir til þess að þær verði í neðsta sætinu þegar talið verður upp úr pokanum í haust en það er enginn vafi á því að Tindastóls stelpur ætla sér eitthvað allt annað á sínu fyrsta tímabili í efstu deild!"


Lykilmenn: Murielle Tiernan, Jacqueline Altschuld og Bryndís Rut Haraldsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Leikmannahópi Tindastóls á sínu fyrsta tímabili í Pepsi Max. Alvöru, krefjandi verkefni sem verður gaman fyrir hópinn að takast á við. Til að taka eina út þá er Laufey Harpa Halldórsdóttir spennandi leikmaður.

Komnar:
Aldís María Jóhannsdóttir frá Þór/KA
Dominique Bond-Flasza frá Póllandi
Hallgerður Kristjánsdóttir frá Val

Farnar:
Agnes Birta Stefánsdóttir í Þór/KA (Var á láni)
Hallgerður Kristjánsdóttir í Val (Var á láni)
Lára Mist Baldursdóttir frá Stjörnunni (Var á láni)
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir í Þór/KA (Var á láni)

Fyrstu leikir Tindastóls:
5. maí Tindastóll - Þróttur R.
11. maí Fylkir - Tindastóll
15. maí Tindastóll - ÍBV

Sjá einnig:
Hin hliðin - Bryndís Haraldsdóttir (Tindastóll)
Hin hliðin - Laufey Halldórsdóttir (Tindastóll)

Spámennirnir: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Hulda Mýrdal, Mist Rúnarsdóttir, Jóhann Kristinn Gunnarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Athugasemdir
banner
banner
banner