Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 23. maí 2019 22:39
Arnór Heiðar Benónýsson
Þórhallur: Menn vilja vera með í hlutunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. náði í sinn fyrsta sigur með góðri frammistöðu á móti Haukum á Ásvöllum í kvöld. Þróttarar eru því með fjögur stig eftir fjórar umferðir og sitja í sjötta sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  4 Þróttur R.

Þórhallur var að vonum ánægður með karakterinn hjá sínu liði, Þróttarar lentu tvisvar undir en komu tvisvar sinnum til baka á stuttum kafla.

„Leikmennirnir héldu áfram og það var áframhaldandi andi frá síðasta leik, það var vilji í hópnum og maður sá það. Ég var ánægður með það."

Það var mikið undir í þessum leik en bæði lið voru að leita að sínum fyrsta sigri, það var því mikið um litla árekstra innan vallar sem utan. Þórhallur fékk til að mynda gult spjald fyrir mótmæli frá dómara leiksins.

„Mönnum var ekkert að lenda saman, bara að fara yfir hlutina eins og gengur og gerist. Menn vilja vera með í hlutunum og leikurinn bar þess merki að það voru tvö lið með brotið sjálfstraust að spila en ég er gríðarlega ánægður með að hafa klárað þetta.“

Athugasemdir
banner
banner