Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Ísak í umspili um sæti í Bundesliga
Mynd: Fortuna Dusseldorf
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í evrópska boltanum í kvöld, þar sem Ísak Bergmann Jóhannesson verður í eldlínunni er Fortuna Düsseldorf reynir að tryggja sér sæti í efstu deild þýska boltans.

Dusseldorf heimsækir Bochum í umspilsleik um síðasta lausa sætið í Bundesliga.

Dusseldorf vann sér inn þátttökurétt með að enda í þriðja sæti í 2. Bundesliga, sem er næstefsta deild, á meðan Bochum endaði í þriðja neðsta sæti í Bundesliga.

Fyrri leikurinn fer fram í kvöld og verður leikinn á heimavelli Bochum en seinni leikurinn verður spilaður í Dusseldorf á mánudagskvöldið.

Ísak Bergmann er mikilvægur hlekkur í leikmannahópi Dusseldorf og mun án nokkurs vafa koma við sögu í kvöld ef ekkert amar að.

Cagliari og Fiorentina eigast þá við í Serie A, efstu deild ítalska boltans, þar sem lokaumferðin fer af stað í kvöld.

Fiorentina getur tryggt sér sæti í Sambandsdeild Evrópu með sigri gegn Cagliari, sem er þegar búið að bjarga sér frá falli og spilar því einungis upp á stoltið.

Bundesliga:
18:30 Bochum - Dusseldorf

Serie A:
18:45 Cagliari - Fiorentina
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 38 29 7 2 89 22 +67 94
2 Milan 38 22 9 7 76 49 +27 75
3 Juventus 38 19 14 5 54 31 +23 71
4 Atalanta 38 21 6 11 72 42 +30 69
5 Bologna 38 18 14 6 54 32 +22 68
6 Roma 38 18 9 11 65 46 +19 63
7 Lazio 38 18 7 13 49 39 +10 61
8 Fiorentina 38 17 9 12 61 46 +15 60
9 Napoli 38 13 14 11 55 48 +7 53
10 Torino 38 13 14 11 36 36 0 53
11 Genoa 38 12 13 13 45 45 0 49
12 Monza 38 11 12 15 39 51 -12 45
13 Verona 38 9 11 18 38 51 -13 38
14 Lecce 38 8 14 16 32 54 -22 38
15 Udinese 38 6 19 13 37 53 -16 37
16 Empoli 38 9 9 20 29 54 -25 36
17 Cagliari 38 8 12 18 42 68 -26 36
18 Frosinone 38 8 11 19 44 69 -25 35
19 Sassuolo 38 7 9 22 43 75 -32 30
20 Salernitana 38 2 11 25 32 81 -49 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner