Erlendir fjölmiðlar eru farnir að sýna íslenska landsliðinu gífurlegan áhuga eftir að liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á EM.
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, sat fyrir svörum eftir æfingu íslenska liðsins í dag og þar hrósaði hann Íslandi mikið.
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, sat fyrir svörum eftir æfingu íslenska liðsins í dag og þar hrósaði hann Íslandi mikið.
„Þetta er frábært land á allan hátt. Ég er ánægður ef ég, frábæru leikmennirnir og starfsfólkið getum vakið meiri athygli á Íslandi. Ég myndi mæla við því alla að fara til Íslands. Hverju sem þú ert að leita að, þá getur þú fundið það á Íslandi. Nema kannski gott sumarveður," sagði Lars brosandi.
Lars segir að fagnaðarlæti íslenska liðsins hafi verið róleg eftir leikinn í gær.
„Eftir að leikmennirnir fóru af vellinum voru þeir mjög þreyttir. Andrúmsloftið var rólegt í klefanum, flugferðin var róleg, rútuferðin var róleg og kvöldmaturinn var rólegur. Maður fann samt að allir voru mjög ánægðir og það voru bros á öllum andlitum," sagði Lars.
Lars var spurður út í möguleika Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag.
„Við reynum alltaf að fara í leiki til að vinna og þú átt alltaf raunhæfa möguleika. Hversu stór möguleikinn er, það þarf að ræða það. Við getum spurt Englendinga spurninga en það verður að koma í ljós hvort það dugi til," sagði Lars.
Hér að ofan má sjá viðtalið við Lars í heild.
Athugasemdir
























