Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fim 23. júní 2016 12:23
Magnús Már Einarsson
Lars: Mæli með því að fara til Íslands
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendir fjölmiðlar eru farnir að sýna íslenska landsliðinu gífurlegan áhuga eftir að liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á EM.

Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, sat fyrir svörum eftir æfingu íslenska liðsins í dag og þar hrósaði hann Íslandi mikið.

„Þetta er frábært land á allan hátt. Ég er ánægður ef ég, frábæru leikmennirnir og starfsfólkið getum vakið meiri athygli á Íslandi. Ég myndi mæla við því alla að fara til Íslands. Hverju sem þú ert að leita að, þá getur þú fundið það á Íslandi. Nema kannski gott sumarveður," sagði Lars brosandi.

Lars segir að fagnaðarlæti íslenska liðsins hafi verið róleg eftir leikinn í gær.

„Eftir að leikmennirnir fóru af vellinum voru þeir mjög þreyttir. Andrúmsloftið var rólegt í klefanum, flugferðin var róleg, rútuferðin var róleg og kvöldmaturinn var rólegur. Maður fann samt að allir voru mjög ánægðir og það voru bros á öllum andlitum," sagði Lars.

Lars var spurður út í möguleika Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag.

„Við reynum alltaf að fara í leiki til að vinna og þú átt alltaf raunhæfa möguleika. Hversu stór möguleikinn er, það þarf að ræða það. Við getum spurt Englendinga spurninga en það verður að koma í ljós hvort það dugi til," sagði Lars.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Lars í heild.
Athugasemdir
banner
banner