Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júlí 2021 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Sveinn um Val: Spila ótrúlega neikvæðan fótbolta
Valur tapaði 3-0 gegn Bodo/Glimt.
Valur tapaði 3-0 gegn Bodo/Glimt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals og Breiðabliks, er ekki skemmt yfir því sem hann hefur séð frá Íslandsmeisturunum í sumar.

Hann segir liðið spila ótrúlegan neikvæðan fótbolta.

Valur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar en hefur ekki verið að vinna leiki sína - þá leiki sem þeir hafa unnið - mjög sannfærandi. Valur tapaði 3-0 gegn norsku meisturnum í Bodo/Glimt í Sambandsdeildinni í gærkvöld.

„Þeir áttu fínan leik á móti Dinamo Zagreb á heimavelli og góður kraftur í þeim þar," sagði Arnar í hlaðvarpinu Dr Football en hann segir leikinn gegn Bodo/Glimt vera framhald af því sem sést hefur frá Valsliðinu í sumar.

„Þeir eru að spila ótrúlega neikvæðan fótbolta. Ég man ekki eftir að hafa séð Valsleik og hugsað: 'Djöfull er þetta Valslið gott' - horft á skemmtilegt Valslið. Ég er ekki búinn að sjá það lengi."

„Patrick Pedersen er búinn að margsanna sig í efstu deild á Íslandi. Það er eitthvað sem þú ert að gera sem þjálfari sem veldur því að þú ert ekki að fá það út úr Patrick sem þú átt að frá honum," sagði Arnar, sem var Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018.

Þrátt fyrir að vera ekki sannfærandi, þá er Valur sem fyrr segir á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn HK á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner