Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 23. ágúst 2019 22:12
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Joan Jordan gerði sigurmark Sevilla
Joan Jordan gerði eina mark leiksins er Sevilla sótti þrjú stig til Granada í fyrri leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik og skoraði Jordan eina markið skömmu eftir leikhlé.

Heimamenn reyndu að jafna en fundu enga leið framhjá gífurlega sterkri vörn Sevilla sem hleypti ekki einu einasta skoti á rammann.

Sevilla er með sex stig eftir sigur gegn Espanyol í fyrstu umferð. Granada er með eitt stig eftir 4-4 jafntefli gegn Villarreal.

Granada 0 - 1 Sevilla
0-1 Joan Jordan ('52)

Villarreal heimsótti þá Levante í ansi skrautlegum leik. Gestirnir voru mun betri í leiknum og komust yfir með marki frá Gerard Moreno strax á þriðju mínútu.

Leikmenn Villarreal voru óheppnir að tvöfalda ekki forystuna fyrir leikhlé en heimamenn skoruðu úr tveimur vítaspyrnum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Roger Martinez steig á punktinn í bæði skiptin og sneri stöðunni við.

Leikmenn Villarreal voru orkulitlir eftir frábæran fyrri hálfleik og náðu ekki að jafna leikinn. Lokatölur því 2-1.

Levante er með þrjú stig eftir tap gegn Alaves í fyrstu umferð. Villarreal er með eitt stig eftir jafnteflið gegn Granada.

Levante 2 - 1 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('3)
1-1 Roger Martinez ('68, víti)
2-1 Roger Martinez ('73, víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 18 7 7 4 30 24 +6 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
12 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
13 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
14 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
15 Real Sociedad 18 4 6 8 22 26 -4 18
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 18 2 6 10 8 27 -19 12
Athugasemdir
banner
banner
banner